Goðasteinn - 01.09.1988, Page 176
1.253 ær, 35 hrútar og 210 gemlingar. Á 7 bæjum eru 245 nautgripir,
132 kýr, 1 kvíga, 46 geldneyti og 66 kálfar. Á einum bæ eru 13 full-
orðin svín, á einum bæ 18 kanínur og á 2 bæjum 370 hænur.
Heyfengur ársins var 16.592m3. Uppskorið bygg 10 smálestir.
Láð- og lagarskipið Þykkbæingur var til nokkurra nota á árinu,
þar sem 5 sinnum var farið á sjó. Afli var rýr um 1,5 smálestir en
svo vel bragðast aflinn verkaður í salt, að trautt fæst annar þvílíkur.
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar var að venju starfrækt allt árið
og ekki skortir hráefnið. Framleiðsla hennar virðist ekki hafa aukið
hlutdeild sína í markaðnum á árinu.
Verslun, sláturhús og matvælaiðnaður var með óbreyttum hætti,
fjöldi sláturfjár eykst ekki lengur, þar sem farið er að gæta sam-
dráttar í sauðfjárrækt í sýslunni.
Hreppsbúar voru samkvæmt íbúaskrá Hagstofu íslands 1.
desember 1987, 268. Hafði hækkað um 8 frá fyrra ári.
Mannslát á árinu: Egill Friðriksson, Skarði f. 15. febrúar 1901,
lést 27. febrúar og var jarðsettur 7. mars. Hann hóf búskap í Skarði
1923 og var talinn fyrir búi í 56 ár. Egill var þannig skapi farinn að
flestum léttist brúnin í návist hans. Hann var söngmaður góður og
hélt röddinni með eindæmum til ævikvölds. Hann var kosinn
formaður Kirkjukórs Hábæjarkirkju við stofnun hans og var það
til dauðadags.
Hafsteinn Sigurðsson, Smáratúni f. 6. september 1931, lést 27.
nóvember og var jarðsettur 5. desember. Hann hóf búskap 1950 í
sambýli við foreldra sína. 1953 byggði hann sér íbúðarhús og nefndi
Smáratún, og í framhaldi af því gripahús. Um skeið ók hann
mjólkurbíl á vegum M.B.F. og hafði jafnframt not af kvikfé og
garðrækt, en garðræktin varð síðar aðalbúgrein. Hafstenn var
burðamaður. Söngrödd hafði hann góða og neytti hennar meðal
annars í kirkjukórnum. Íllvígur sjúkdómur batt enda á líf hans með
skjótum hætti á besta aldri.
Báðum þessum mönnum þakka hreppsbúar samfylgdina og óska
þeim farsældar bak við tjaldið mikla.
Slátrun 1987 hjá Friðriki Friðrikssyni hf., Þykkvabæ: Dilkar
15.203, fullorðið 1.126, naut 132, kýr 47, kálfar 8, hross 87, folöld
301 og svín 397.
174
Goðasteinn