Goðasteinn - 01.09.1988, Page 178
umtalsverður. Þá lagði sveitarsjóður fram myndarlegt fjármagn til
lagfæringar á félagsheimilinu Ásgarði. Var sett litað stál á þak og
veggi, auk einangrunar, nýtt gler og póstar í glugga og útidyra-
hurðir.
Eitt íbúðarhús var gert fokhelt, 415m3 ásamt bílskúr 126m3 og
einn sumarbústaður 150m3. Þá voru byggð þrjú ný minkahús, alls
2027m2 og eitt refahús stækkað um 216m2 og eitt hesthús 117m2.
Vegaframkvæmdir voru ekki miklar. Þó var hringvegurinn um
Hamrahverfi og Kálfholt endurbættur. Var malað grjót í Lækjar-
túnslandi og keyrt í allan veginn, en fínmalað aftur í Húsalandi og
borið lag ofan á, svo nú er þessi vegur, frá leikmanni séð, tilbúinn
undir slitlag. Sveitarsjóður lánaði í þessa vegaframkvæmd.
Fyrir nokkrum árum var borað eftir heitu vatni í Neðri-Sumar-
liðabæ á vegum Ásahrepps og Holtabúsins. Fengust 15 sekúndu-
lítrar af 51° heitu vatni. Var það leitt að Ásmundarstöðum til upp-
hitunar á eggja- og kjúklingahúsum Holtabúsins og tveggja íbúða,
auk íbúðarhúsins á Sumarliðabæ og iðnaðarhússins á Sléttalandi.
Þegar frá leið klónaði þetta vatn í 37 gráður og við tilraunaboranir
á árinu reyndist meiri hiti rétt neðan við holuna, sem nú er nýtt, en
vegna breyttra aðstæðna Holtabúsins var ekki ráðist í frekari
framkvæmdir.
Bóndinn á Króki lét bora nokkrar tilraunaholur 80-125 m djúpar,
með fiskeldi í huga. Fengust um 20 sekúndulítrar af 12-14 gráðu
heitu vatni. Einnig lét hann bora eftir köldu vatni út á Þjórsáreyrum
og reyndist nægt vatn á 18 m dýpi.
í lok siðasta árs afhentu forsvarsmenn Landsvirkjunar hreppun-
um milli Þjórsár og Rangár 4/5 hluta í fiskeldisstöðinni við Fells-
múla. Er búið að sleppa töluverðu magni seiða viðs vegar í vötn á
sunnanverðum afrétti Ása- og Djúpárhrepps og má segja að fiskur
fáist í hverjum polli. Á sl. ári var sleppt um 150 þús. af sumaröldum
seiðum víðs vegar um þessi vötn. Veiði var stunduð í Köldukvisl og
Þórisvatni og var þokkaleg, miðað við aðstæður. Seiði voru sett í
svokallaða Kvíslaveitu fyrir þremur árum og hafa fengist þar um tvö
þúsund fiskar. Fyrir sjö árum settu nokkrir einstaklingar seiði í
Þúfuvötn, sem eru innarlega á Holtamannaafrétti, og hafa veiðst
þar allt að fjögur þúsund fiskar.
176
Goðasteinn