Goðasteinn - 01.09.1988, Page 179
Veiði í Þjórsá var í meðallagi á liðnu sumri, en það þótti hamla
veiði, hvað áin var vatnsmikil og óhrein af þvi að hleypt var úr Sig-
öldulóni á veiðitímanum. Á veiðisvæði Þjórsár var sleppt 30
þúsund laxaseiðum úr stöðinni við Fellsmúla.
Sú eignabreyting varð á Holtabúinu í byrjun árs að það seldi
Reykjagarði h.f. í Mosfellsbæ kjúklingareksturinn ásamt skálum
og tveimur íbúðarhúsum. Á síðustu mánuðum ársins var þar engin
framleiðsla vegna offramleiðslu á kjúklingum. Nú rekur Holtabúið
aðeins eggjaframleiðsluna.
Á sl. sumri ráku hjón hér úr sveitinni greiðasölu i tvo mánuði, í
leitarmannahúsum að Stóraverssölum, sem eru á innanverðum
Holtamannaafrétti. Húsakynni þar eru sjö herbergi, borðsalur,
eldhús, snyrting fyrir konur og karla, með heitu og köldu vatni, sem
dælt er með dælu og nægur hiti í húsum með rafmagni frá diesel-
stöð. Starfsfólk var þrjár manneskjur og talið að þar hafi komið við
milli 10—12 þúsund manns.
Félagslíf var með daufara móti. Þó var starfsemi kvenfélagsins
með hefðbundnum hætti. Heimboð á sl. vetri, í samvinnu við konur
í Holta- og Landsveit, þrem kvenfélögum, Bergþóru í ölfusi,
Vestur-Landeyjum og Fljótshlíðarhreppi.
Þá gáfu þær ásamt sömu kvenfélagskonum magnarakerfi í ný-
bygginguna á Laugalandi. Til fjáröflunar fóru þær á Selfoss á sl.
hausti og seldu broddmjólk og kökur. Að venju seldu þær svo blóm-
vendi á hinum árlega fagnaði fyrsta vetrardag, föndur var á jóla-
föstu og svo jólatrésskemmtun á jólum.
Einn saumaklúbbur, sem aldrei hefur hlotið neitt sérstakt nafn,
hefur starfað óslitið síðan 1953 og enginn vetur fallið úr. Ung-
mennafélagið tók upp þá nýjung að hafa keppni í stökki og ásetu
á hestum fyrir börn og unglinga. Var sigurvegurunum veitt verð-
laun, sem afhent voru á aðalfundi þess 1. febrúar sl.
Einnig fór fram naglaboðreið fullorðinna til skemmtunar og
þátttakendum skipt í tvo hópa, eftir hreppshluta.
Ferðahópurinn „Víðförli” fór sína árlegu landreisu í fjórða sinn.
Farið var um uppsveitir Árnessýslu. Fyrsta daginn á Selfoss, næsta
á Þingvöll, þarnæsta að Austurey i Laugardal og svo að Geysi sem
verið var í tvær nætur, en siðustu nóttina í Skaftholtsréttum. í
Goðasíeinn 12
177