Goðasteinn - 01.09.1988, Page 182
Hafin var bygging íbúðarhúss í Gíslholti, sem er fokhelt. Þá var
flutt í nýtt húsnæði í Þjóðólfshaga II í lok ársins. Á nokkrum
bæjum hafa verið í gangi framkvæmdir við útihús. Póstur og sími
setti upp nýtt stöðvarhús á Laugalandi og endurnýjaði línuna að
staðnum, þannig að nú er þar hinn fullkomnasti búnaður. Þetta var
mjög brýn framkvæmd þar sem gamla stöðin var orðin alls ófull-
nægjandi.
Lokið var við byggingu klak- og eldisstöðvarinnar í Fellsmúla í
Landsveit en hún mun verða rekin sem sameignarhlutafélag hrepp-
anna fjögurra milli Þjórsjár og Ytri-Rangár og Landsvirkjunar.
Framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins voru, eins og árin á
undan, að mestu við nýbyggingar á Laugalandi, en Holtahreppur
stendur að þeim verkefnum í samvinnu við Land- og Ásahrepp.
Lokið var að mestu frágangi á íþrótta- og samkomusal, ásamt
forstofum, snyrtingum og bað- og búningsaðstöðu, sem siðar á að
nýtast fyrirhugaðri sundlaug við bygginguna. Nokkuð var unnið í
lóð. Miklum erfiðleikum veldur við þessar framkvæmdir hvað
framlög hins opinbera eru lítil á fjárlögum hverju sinni og nánast
ekki nema hluti þess sem þyrfti að vera svo unnt væri að ljúka verk-
inu á eðlilegum tima.
Þar sem komið hefur í ljós að lindin sem sér um neysluvatnsveitu
III., Uppholtaveitu, fyrir vatni annar ekki þörfinni þegar lang-
varandi þurrkar ganga, var á árinu horfið að því ráði að setja upp
dælustöð við Kvíarholt, sem tekur vatn úr öflugri lind við rætur
Kambsheiðar og dælir inn á dreifikerfi veitunnar þegar stofnlind
þrýtur.
Á árinu var lagt bundið slitlag á neðsta hluta Landvegar frá
Landvegamótum langleiðina að Laugalandi. Vænta menn þess að
á næsta sumri verði verulegt framhald á þessu verki. Þá var grafin
mýrin milli Raftholtsbjalla og Selfjalls með það í huga að færa veg-
inn frá Kiðholti þar sem hann er oftast ófær ef nokkur snjóalög eru.
Fleiri verkefni á Uppholtavegi bíða nauðsynlegra úrbóta. Á
Lækjarbraut við Rauðalæk var endurnýjað slitlag, nokkuð lagt í
veg að nýbýlinu Breiðabakka og gerðar lagfæringar á Þjóðólfs-
hagavegi auk fleiri viðhaldsverkefna á sýsluvegum.
íbúatala Holtahrepps var 1. desember 296 og hafði fækkað um
180
Goðasteinn