Goðasteinn - 01.09.1988, Page 183
10 frá fyrra ári. Enda þótt hér sé að hluta til um að ræða eðlilegar
tímabundnar sveiflur hafa menn hér í sveit áhyggjur af þessari
þróun og þó ekki síður þeirri stöðnun, sem virðist ríkja í atvinnu-
og framleiðslumálum í héraðinu öllu.
Saumastofu, sem Kaupfélag Rangæinga starfrækti á Rauðalæk
varð að loka á árinu vegna rekstrarerfiðleika. Að öðru leyti er starf-
semi Kaupfélagsins í óbreyttu formi. Ekki fer á milli mála að öll
dreifbýlisverslun á við erfiðleika að etja um þessar mundir og er
mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það eru sameiginlegir
hagsmunir að halda versluninni heima eftir því sem aðstæður
frekast leyfa, en ekki fara með fjármagnið í önnur héruð.
Kf. Þór á Hellu hætti á árinu rekstri útibúsins á Landvegamótum
en hlutafélag keypti hús og aðstöðu og þar er nú rekin á þess vegum
verslun með matvörur og ýmsar smávörur ásamt olíu og bensín-
sölu.
Á árinu létust tveir bændur sveitarinnar, sem báðir höfðu alið
allan aldur sinn á föðurleifð sinni. Guðmundur Gíslason, Árbæjar-
helli, lést 10. janúar á 84. aldursári og Þórður Erlendsson, Þjóðólfs-
haga II, lést hinn 19. september á 74. aldursári.
Árbæjarkirkja átti 100 ára afmæli seint á árinu. Söfnuðurinn
minntist afmælisins með fjölmennri hátíðarguðþjónustu í
kirkjunni. Að lokinni messu var öllum kirkjugestum boðið til kaffi-
drykkju á Laugalandi. Þá lagfærði söfnuðurinn mjög myndarlega
bílastæði við kirkjuna og aðkomu að henni.
í grunnskólanum á Laugalandi eru í vetur 117 nemendur, þeim er
ekið daglega til og frá skóla. Við skólann starfa ellefu kennarar þar
af sex í heilu starfi. Danskennarar voru fengnir til skólans um viku
tíma og sögðu öllum nemendum til í dansi. Skólinn stóð fyrir
þremur fjölskyldukvöldum, einu í hverri sveit skólahverfisins með
ýmsum léttum dagskráratriðum og dansi. Þessar samkomur hafa
verið fastur liður í starfsemi skólans um skeið og njóta vinsælda.
Almenn félagsstarfsemi var með svipuðum hætti í sveitinni og
síðastliðin ár. Búnaðarfélag Holtahrepps tók þátt í kynnisför
Búnaðarsamband Suðurlands til Hvanneyrar í sumar og stóð
fyrir hreinsunardegi í samvinnu við kvenfélagið, þar sem farið var
með vegum og rusl fjarlægt. Snar þáttur í starfi Búnaðarfélagsins
Goðasteinn
181