Goðasteinn - 01.09.1988, Page 188
Félagið seldi jólakort í desember til styrktar Dvalarheimilinu
Lundi og Sjúkrahúsi Suðurlands.
Stjórn félagsins skipuðu: Sigríður Th. Sæmundsdóttir, for-
maður, Elínborg Sváfnisdóttir, gjaldkeri og Jóna L. Marteinsdóttir,
ritari.
Þorrablót var haldið að venju fyrsta laugardag í þorra og var það
vel sótt. Hreppsbúar skipta með sér verkum og undirbúning og
framkvæmd þess.
Nautgriparæktarfélag Landmannahrepps stofnað 1958. 7 býli
skiluðu skýrslu. Á þeim voru 188 árskýr og meðalnyt þeirra 3.856
lítrar. Afurðahæsta kýrin var Kolla, Flagbjarnarholti með 244 kg
mjólkurfitu en nythæsta kýrin var Skrauta, Austvaðsholti með
6.178 1. 2 fulltrúar fóru á aðalfund nautgriparæktarfélaga í Rang-
árvalla- og V-Skaftafellssýslu.
I stjórn eru: Guðlaugur Kristmundsson, formaður, Loftur
Guðmundsson, gjaldkeri og Teitur Kjartansson, ritari.
Sauðfjárræktarfélag Landmannahrepps stofnað 1972. 8 félagar
skiluðu skýrslu á árinu en útreikningar á þeim hafa ekki borist. 5
félagar skiluðu hins vegar skýrslu árið 1986 yfir 585 ær. Meðalkjöt-
þungi eftir á var 24,7 kg.
Hrútasýning var haldin 29. september. Sýndir voru 25 eins vetra
hrútar. Af þeim fengu 15 1. verðlaun. 20 eldri hrútar voru sýndir og
fengu þeir allir 1. verðlaun. 56 lambhrútar voru dæmdir fyrir bygg-
ingu og fengu 46, 80 stig eða meira. Félagið veitti verðlaunapeninga
fyrir bestu dæmdu hrúta í hverjum flokki.
Stjórn félagsins er þannig skipuð: Loftur Guðmundsson, for-
maður, Guðlaugur Kristmundsson, gjaldkeri og Jón G. Benedikts-
son, ritari.
Sveitarstjórn
Hreppsnefnd hélt alls 12 formlega fundi á árinu. Helstu verkefni
voru auk fastra liða:
a) Byggingarframkvæmdir að Laugalandi.
b) Þátttaka í rannsóknarverkefni Orkustofnunar á aðstöðu fyrir
fiskeldi.
186
Goðasteinn