Goðasteinn - 01.09.1988, Page 191
Hann var alltaf í eðli sínu léttur í lund, en þó var hann maður
alvörunnar einnig. Hann fylgdist vel með, las og kunni heil ósköp
af vísum, einkum ýmsum lausavísum.
Upp úr 1936 kenndi Jóhanna sér meins í fótum, sem síðan
ágerðist uns hún eftir stutta sjúkrahúslegu 1954 varð rúmliggjandi
heima að Fit allt til dánardags 1982.
Eftir lát Jóhönnu, fór heilsu Páls verulega að hraka. Það hafði
verið eins og hluti af starfi hans að hjúkra henni með öðru heimilis-
fólki, sem hann var svo þakklátur fyrir að geta. Hann beið kallsins,
sem kom á Sjúkrahúsi Suðurlands 30. janúar 1986.
Sigríður Sveinbjarnardóttir
Ysta-Skála, V-Eyjafjallahreppi
f. 28.10 1908 d. 06.05 1986
Sigríður Sveinbjarnardóttir fæddist 28. október 1908 foreldrum
sínum, sem þá bjuggu að Ásólfsskála, hjónunum Sveinbirni Jóns-
syni og Sigríði Önnu Einarsdóttur. Ári síðar fluttu þau með foreldr-
um Sveinbjarnar, Jóni Sveinbjarnarsyni og Björgu Guðbrands-
dóttur, sem höfðu búið þar og hófu búskap á miðbænum á Ysta-
Skála. Þar fæddust hin börnin þeirra en þau urðu alls 12.
Sigríður var námfús. Það þurfti aldrei að segja henni tvisvar
hvernig ætti að gera verkin og það kom snemma fram hjá henni
þessi metnaður og gera það vel sem henni var trúað og treyst fyrir.
Þannig varð öll vinnan heima, hennar gleði og uppfylling, vegna
þess að hún skynjaði lífsbaráttuna og það að hún var að leggja sitt
af mörkum. Ef til vill þess vegna var hún Sigga, eins og hún var svo
oft kölluð, alltaf brosandi við störfin sín í gegnum ævina og vildi
alltaf leggja öðrum lið, gera gagn, en ekki takast á við tómstunda-
störf, eins og það heitir í dag. Nei, Sigríður vann hratt og hún vann
vel og lagði alltaf allt sitt í verkin sín. Þar var hún svo hreinskiptin
og einlæg í þjónustu sinni, í vináttu með foreldrum, ættingjum og
samferðafólki. Þannig liðu öll árin hennar í gleði þeirrar vinnu að
leggja af mörkum, að hjálpa og styðja að öllu góðu. Hún fór fyrst
að heiman þegar hún var 16 ára á vertíð til Vestmannaeyja, en hún
kom alltaf heim að Skála á sumrin og tókst þá á við heyskapinn, sló
Goðasteinn
189