Goðasteinn - 01.09.1988, Page 192
og batt bagga eins og bræður hennar og rakaði með slíkum hraða
að augað fylgdi vart hrífunni, sem söng í. Kær voru störfin innan
dyra við matargerð með móður sinni og systrum. Hún fór síðan í
vetrarvist víða, en eftir 1943 þegar móðir hennar dó, þá tók Svava
systir hennar fyrst við hússtjórninni fyrir föður sinn og bræður og
Sigríður svo og vel fórst henni þar. Sá hún þannig um húsverkin til
1958 þegar yngsti bróðir hennar, Einar, giftist Vigdísi Pálsdóttur og
tóku þau við búi.
Sama ár réðst Sigríður sem ráðskona að Sogsvirkjun og starfaði
þar samfellt í 16 ár af sama trúnaði og alúð, eins og hún væri að
vinna á heimili sínu. Við tóku ár með ættingjum hennar. Á veturna
var hún á heimili Þóru systur sinnar í Reykjavík að Granaskjóli 16,
en þar dvöldu löngum einhver systkinabörn þeirra við nám, sem
Sigríður gladdist svo yfir að fá að hlúa að og styðja. Sannarlega
fannst henni þau öll vera eins og börnin sín, Og á sumrin fór hún
oft að Ysta-Skála eða víðar til frændfólks þar sem hún vildi fá að
hjálpa og sannarlega gerði hún það. Sigríður hafði yndi af lestri
góðra bóka og fylgdist vel með í öllum þjóðmálum, þar sem hún
hafði sínar ákveðnu skoðanir og lét þær í ljós ef því var að skipta.
1985 kom hún að Ysta-Skála til að vera ævikvöldið með ættingjum
sínum og hún var sem fyrr öll í því að starfa, eftir því sem hún hafði
þrótt til. Sigríður varð bráðkvödd á heimili sínu að Ysta-Skál 6. maí
1986.
Dýrfinna Jónsdóttir
Eyvindarhólum, A-Eyjafjallahreppi
f. 30.01 1892 d. 07.05 1986
Dýrfinna Jónsdóttir fæddist að Lambafelli 30. janúar 1892 og
var næst elst fjögurra alsystkina. Dýrfinna var dóttir Jóns Jóns-
sonar frá Lambafelli, síðan að Raufarfelli og siðast að Seljavöllum.
Þegar Dýrfinna var um 10 ára missti hún móður sína, en hún
eignaðist stjúpmóður, Sigríði Magnúsdóttur frá Rauðsbakka og 7
hálfsystkini.
190
Goðasteinn