Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 195
á jörðinni, nú síðustu árin með Andrési, þar til frændi hennar tók
við jörðinni með fjölskyldunni sinni.
Það var hún María sem var á heimili sínu alla ævi í gleði
þjónustunnar, hún saumaði fötin, prjónaði á prjónavélina sína,
hugsaði um húsverkin öll og gekk til fjóss að morgni og kveldi og
öll sumarbörnin fundu hlýju hennar, þrátt fyrir gust orðanna af og
til. Þannig var María gagnvart öllum sem komu til hennar að Efri-
Hól. Gleði hennar var smitandi, oft ívafin svolítilli stríðni, en dýr-
mætust var hjartahlýja hennar, sem mátti ekkert aumt sjá og alltaf
var hún tilbúin til hjálpar og að taka máli þess sem minni máttar var.
Miðvikudaginn 30. júlí veiktist María snögglega. Hún sagði fyrir
um hver veikindi sín væru, sem á daginn kom að var rétt og hún
sagði einnig fyrir um það, þegar hún var flutt til Reykjavíkur, að
hún færi þangað til að deyja. Það varð 7. ágúst 1986 á Landakots-
spítala.
Ólafur Sveinsson
Stóru-Mörk, V-Eyjafjallahreppi
f. 30.10 1908 d. 27.08 1986
Ólafur Sveinsson fæddist 30. október 1908, hjónunum Sveini
Sveinssyni frá Dalskoti og Guðleifu Guðmundsdóttur frá Syðri-
Vatnahjáleigu. Ólafur var 5. í röð 10 systkina. 1923 flutti fjöl-
skyldan að Stóru-Mörk.
Ólafur bjó alla ævi að æsku sinni, hann gaf sig allan ævinlega að
því verkefni sem hann vann að og sýndi því samviskusemi og hann
naut þess að gleðjast með ættingjum, vinum og sveitungum. Hann
hreifst ungur af hugsjónum ungmennafélagshreyfingarinnar og
vildi sannarlega með öðrum vinna íslandi allt og sveitinni sinni allt
það gagn sem hann mátti. Hann var góður íþróttamaður og sér-
stakur glímumaður. Hann kom sjálfur fram i glímunni, glímdi af
nákvæmni og miklum viljakrafti, sem dugði svo oft til sigurs og
alltaf glimdi hann fallega. Honum var ungum treyst til forystu, var
lengi í stjórn ungmennafélagsins og einnig formaður, var aðeins 26
ára þegar hann var kosinn í hreppsnefnd sveitar sinnar 1934 og sat
í hreppsnefnd í 16 ár. Var kjörinn sýslunefndarmaður 1946, sem
Goðasteinn 13
193