Goðasteinn - 01.09.1988, Page 198
Hann kom glaður heim í Stóru-Mörk á vordögum 1937 og var þá
ákveðinn í að gerast bóndi. Hann tókst á við ræktunarstörfin, lagði
hönd sína á plóginn í orðsins fyllstu merkingu og kom með nýjar
heyverkunaraðferðir, m.a. að setja upp galta og verka heyið þannig.
1943 mynduðu systkinin sem heima voru: Árni, Einar og Katrín
félagsbú um búskapinn, sem stóð til 1965 þegar Einar lést. 1946
giftist Árni eftirlifandi konu sinni Lilju Ólafsdóttur frá Skálakoti
sem kom í heimilið með Alfreð son sinn og gekk Árni honum í
föðurstað. Síðan fæddust börnin þeirra hvert af öðru: Sæmundur,
Ólafur, Guðjón, Einar Þór, Rúnar, Guðbjörg María, Ásgeir og
Sigrún Erla. Þau byggðu sér íbúðarhús, sem var sambyggt eldra
húsinu sem Sæmundur hafði byggt 1913 og var eitt elsta steinhús í
sýslunni með höggnu grjóti í steypu og sérstaklega vandað. Eins var
húsið þeirra Árna og Lilju. Það var vandað og traust eins og hús-
ráðendur sem þar bjuggu. Þessi traustleiki sem fylgdi Árna í Stóru-
Mörk kallaði hann til margvíslegra trúnaðarstarfa. Hann réðist til
Sláturfélags Suðurlands í Djúpadal, sem verkstjóri sláturhússins
1939 og starfaði þar hvert haust. Haustin urðu samfellt 46 eða til
1984. Árni gaf sig allan að þessu starfi eins og öðrum störfum sem
hann tók að sér og hann ræktaði vináttuna. Á haustin hringdi hann
til starfsfólksins og kallaði það til starfa þannig að það fann til
ábyrgðar í því hlutverki sem það gegndi. Sjálfur sagði Árni um þetta
í blaðagrein:
„Ég lít á starf verkstjóra sem skipulagningar- og leiðbeiningar-
starf og mikilvægt er að koma því til leiðar að fólkið vinni vel saman
í félagi, að það sé ekki nein togstreita milli manna, þannig að það
taki við hönd af hönd og að það ríki góður félagsandi og eining. Ég
veitti því athygli þegar ég var til sjós á mínum yngri árum að þeir
bátar fiskuðu ekki, þar sem ekki var góð eining hjá mannskapnum.”
í sveitinni sinni gegndi Árni mörgum trúnaðarstörfum. Fyrst
studdi hann föður sinn í félagsstörfunum og tók síðan við störfum
hans. Hann varð formaður Búnaðarfélags Merkurbæja frá 1946 til
1984, hreppstjóri V-Eyjafjallahrepps frá 1943 til 1984. Hann var
einn aðal hvatamaður um stofnun Jarðræktarsambands Eyfellinga
1946, en síðan stækkaði það samband og náði til Mýrdælinga 1950
og síðan til Skaftfellinga austan sands eftir 1969 og var þá nefnt
196
Goðasteinn