Goðasteinn - 01.09.1988, Page 199
Ræktunarsambandið Hjörleifur. Árni var í stjórn þessara rækt-
unarsambanda frá upphafi til dánardags og ætið sami hugmaður
um ræktun og fegrun. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt
og var í stjórn Skógræktarfélags Rangæinga í fjölda ára og var í
nefndum og stjórnum er vörðuðu skógrækt í sinni heimasveit.
Hann sat í hreppsnefnd V-Eyjafjallahrepps um árabil og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, var m.a. formaður
skólanefndar barnaskólans í mörg ár. Hann var á yngri árum í
Ungmennafélaginu Trausta og var um árabil í stjórn þess. Hann var
lengi formaður Nautgriparæktarfélagsins og trúnaðarmaður
sinnar sveitar á Mjólkurbúsfundum og fundum Sláturfélags Suður-
lands.
Heima í Stóru-Mörk liðu árin. Jörðin var ræktuð og bætt með
hjálp barnanna sem heima voru, en þegar þau komu til fullorðins-
ára voru þau studd og hvött til náms eins og hugur þeirra stóð til.
Þau hjónin Árni og Lilja stóðu samhent að sínu búi og uppeldi
barnanna sinna, sem öll þeirra gleði og hamingja snerist um og
brátt komu barnabörnin sem glöddu þau svo mikið. Vissulega
reyndi oft á húsmóðurina heima en hún skynjaði að það var einnig
gleði Árna að takast á við hin margbreytilegu viðfangsefni félags-
mála og skyldustarfa í þágu heildarinnar og sveitarinnar sem hann
unni og bar metnað fyrir. Því tókst hún löngum á við bústörfin af
mikilli ósérhlífni og studdi þannig mann sinn til að hann gæti sinnt
sínum störfum, sem voru svo mörg af hugsjón og baráttu ung-
mannafélagsanda unnin. Þar var ekki spurt um laun að kveldi,
heldur árangur, ekki spurt um frítíma, heldur hvernig mætti vinna
betur, vakna fyrr og skipuleggja tímann betur. Að þessu leyti var
Árni Sæmundsson einn af vormönnum þessarar aldar, sem spurðu
um hið ógerða og lögðu nýrri kynslóð veg til betri hátta og auð-
veldari lífsafkomu.
Lífsdagurinn hans Árna var kominn að kveldi. Börnin höfðu
flutt að heiman og stofnað sín heimili, öll nema Ásgeir og Guðbjörg
sem stofnuðu félagsbú á jörðinni með mökum sínum í byrjun árs
1984. Árni gekk ekki heill til skógar síðasta ár, en ég hygg að fáir
hafi vitað það gjörla og þegar þessi veikindi ágerðust bar Árni þau
með þeirri karlmennsku sem ætíð einkenndi hann. Hann vildi ekki
Goðasteinn
197