Goðasteinn - 01.09.1988, Page 200
láta ræða um veikindin og sló þá gjarnan á léttari strengi. Árni fór
á Sjúkrahús Suðurlands 18. september og andaðist þar 28.
september 1986.
Ragnar Guðmundsson
Núpi, V-Eyjafjallahreppi
f. 26.02 1921 d. 19.11 1986
Ragnar Guðmundsson fæddist 26. febrúar 1921 hjónunum
Sigríði Sigurðardóttur frá Núpi og Guðmundi Árnasyni frá Lága-
felli. Ragnar var næst elstur 10 systkina.
Hjá foreldrum sínum lærði Ragnar til allra búverka, lærði mikil-
vægi fóðrunarinnar, góðrar umhirðu, snyrtimennsku og það að
reyna að gera sérhvert verk vel og sérstaklega þau verk sem honum
var trúað fyrir. Faðir hans varð veikur á miðjum aldri og bjó við
veikindi upp frá því. Það kom i hlut Ragnars að verða stoð foreldra
sinna við búskapinn og bera þar ungur mikla ábyrgð.
1950 trúlofaðist Ragnar eftirlifandi konu sinni Valgerði Einars-
dóttur frá Nýjabæ. Til þess að geta stofnað sitt heimili á suður-
bænum að Núpi, þurfti Ragnar að stækka bæinn um tvö lítil
herbergi, en þangað fluttist Valgerður með tvö börn þeirra, Eygló
og Sigrúnu. Siðar fæddust þeim að Núpi, Einar, Guðmundur og
Ragnar Valur.
Ragnar var alltaf sjálfum sér líkur, var staðfastur og íhugull og
hafði snemma mótað með sér þessa léttu skapgerð, að vera kíminn
og gamansamur, jafnvel á stundum svolítið stríðinn. Hann var
minnugur og gaf því hlægilega rúm, þannig að hláturinn fylgdi
honum, en þeim sem kynntust Ragnari vel fundu að hann var að
eðlisfari hlédrægur og hafði tamið skap sitt.
Hann var ræktunarmaður, ræktaði góðan bústofn og góð hross.
Hann hafði mikið yndi af smalaferðum inn á afrétt á haustin og
hlakkaði ætíð mikið til þeirra ferða. Seinni árin var hann um árabil
fjallkóngur og lagði sig þá allan fram um að ferðirnar tækjust vel.
Þarna naut Ragnar vissulega daganna. Sem bóndi var hann að
heimta sitt fé og sem foringi leitarmanna skipulagði hann dagana
og lagði á ráð. Aðstæður allar gjörþekkti hann og alltaf fann hann
lausn á hverjum vanda. Þannig var hann reyndar í lífinu öllu.
198
Goðasteinn