Goðasteinn - 01.09.1988, Page 201
Fyrir mörgum árum fékk Ragnar mein í mjöðm, sem kom síðar
í veg fyrir afréttarferðirnar, en það var síðan upp úr 1980 sem fyrst
kom í ljós sú veiki sem boðaði erfiða baráttu hans síðustu árin.
Hann andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavik 19. nóvember 1986.
Kristín María Guðjónsdóttir
Raufarfelli, A-Eyjafjallahreppi
f. 18.02 1909 d. 24.10 1986
Kristín María Guðjónsdóttir fæddist foreldrum sínum Þor-
björgu Jónsdóttur frá Rauðsbakka og Guðjóni Vigfússyni frá
Raufarfelli 18. febrúar 1909. Hún var elst 11 dætra þeirra hjóna, en
nú eru 5 þeirra eftir lifandi. Þau hjón bjuggu á suðurbænum á
Raufarfelli og þar ólst Mára, eins og hún var ævinlega kölluð, upp
í þessum stóra systkinahópi, þar sem ættingjar og vinir voru á
hverjum bæ í bæjarhverfinu með fjallinu. Um aldamótin voru á
þessum bæjum um 200 manns sem lifðu af gnægtum jarðar og
aðföngum sjávar. Að öllu þurfti að gæta og ekkert mátti fara til
spillis. Hver og einn varð að leggja sitt af mörkum, af samviskusemi
og nákvæmni. Það var einkum þetta tvennt sem einkenndi Maríu
alla ævi, sterk ábyrgðarkennd með samviskusemi og nákvæmni um
allt sem framkvæma átti.
Þegar hún var rúmlega tvítug missti hún föður sinn, sem dó á
besta aldri úr lungnabólgu. Á þeim árum sótti hún vertiðarvinnu til
Vestmannaeyja og kynntist þar manni sínum, Eiríki Tryggva
Þorbjörnssyni frá Skriðdal í Múlasýslu. Giftu þau sig 1934 og tóku
um það leyti við búi af móður hennar. Bústofninn var ekki stór, 3
kýr og 20 kindur, en þau voru bæði staðráðin í að búa vel, styðja
hvort annað og njóta samfélags með góðum ættingjum og nágrönn-
um.
Fyrsta barnsfæðing hennar var átakanlega erfið og dó barnið í
fæðingu. Þessi tvö áföll að missa föður sinn svo skyndilega og til-
tölulega skömmu seinna fyrsta barnið sitt, höfðu markandi áhrif á
hana alla tíð síðan. Hún hafði áhyggjur af bví ókomna, var hrædd
um sína nánustu, en þetta hvorutveggja var annars vegar tengt
væntumþykju og ást og hins vegar ótta gagnvart því að missa, að
Goðasteinn
199