Goðasteinn - 01.09.1988, Side 203
jónssyni frá Syðri-Kvíhólma og byrjuðu þau sinn búskap þar í
félagsbúi með móður hans og systkinum. Sigurjón sótti á vertíðar
til Vestmannaeyja, en Guðbjörg vann heima. Þarna fæddust börnin
þeirra: Jón, Unnur Jóna og Kristbjörg. 1946 keyptu þau jörðina að
Efri-Holtum, fluttu þangað og hófu sinn búskap þar. Guðbjörg var
góð búkona, skipulagði störf sín og lagði sig alla fram í hverju verki.
Móðir hennar, Þorbjörg, hafði komið í heimilið eftir að hún hætti
búskap með börnum sínum á Ásólfsskála 1940 og var að mestu í
heimilinu til dánardags 1965. Upp úr 1960 fór að há henni við störf
kölkun í mjöðm, sem ágerðist með árunum, þannig að hún komst
ekki til útiverka. En innan dyra var hún húsmóðirin, sem vann
störfin sín frá degi til dags með snyrtimennsku og af alúð, heklaði
dúka, prjónaði vettlinga með svo fallegu munstri, bjó til mat og allt
sem hún gerði var af myndarskap gjört. Og ætíð gladdi það hana
að fá gesti í heimsókn og taka vel á móti.
Dæturnar giftust og stofnuðu sín heimili og brátt fóru barna-
börnin að koma í heimsókn og vera sumarlangt við heyskap. 1966
tók Jón við búinu og bjó áfram með foreldrum sínum að Efri-
Holtum. Það varð mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar íbúðarhúsið
brann 1979. Þau fluttust þá um tíma að Syðri-Kvíhólma, þar sem
þau höfðu búið fyrstu búskaparárin sín. Með hjálp ættingja, vina
og sveitunga reis nýtt íbúðarhús upp í Efri-Holtum.
Þetta var heimili Guðbjargar, sem hún unni og vildi svo gjarnan
fá að vera í til hins síðasta, en heilsu hennar hrakaði svo að síðasta
árið gat hún ekki verið heima. Þá var hún um tíma hjá dætrum
sínum og tengdasonurn, sem hún mat mikils og þótti afar vænt um
og barnabörnum. Hún var einnig öðru hvoru á sjúkrahúsum og
síðast á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Þar varð lausn hennar frá
veikindum 10. október 1987.
Margrét Jónsdóttir
Sauðhúsvelli, V-Eyjafjallahreppi
f. 03.06 1897 d. 03.11 1987
Margrét Jónsdóttir fæddist 3. júní 1897 hjónunum Jóni Pálssyni
frá Fit og Þorbjörgu Bjarnadóttur frá Gíslakoti, sem þá bjuggu að
Goðasteinn
201