Goðasteinn - 01.09.1988, Page 205
stórt íbúðarhús frá Vestmannaeyjum og var nú hafist handa með
skyldfólki, ættingjum og nágrönnum að byggja íbúðarhúsið, þar
sem Addi var yfirsmiðurinn.
Börnin hans gleyma ekki steypuhrærivélinni sem hann útbjó og
hannaði sjálfur, sem tveir hestar sneru á öxli og var til svo mikilla
nota við byggingu íbúðarhússins og þau gleyma ekki frekar hey-
vagninum sem hann smíðaði, sem tveir hestar drógu á gúmmíhjól-
um og tók mikil hey heim af teigi.
Að Ytri-Sólheimum fæddust þeim Svanlaug, Guðmundur
Marinó og Guðmundur Helgi.
1950 leituðu þau eftir stærra jarðnæði og bauðst þeim góð jörð
i Holtum, en einnig stóð til boða jörðin Önundarhorn sem stóð við
hliðina á Rauðsbakka. Jörðin var lítil og mýrlend og illa hýst, en
góðar minningar frá æsku hvöttu Adolf til að takast á við þau
mörgu og erfiðu viðfangsefni sem biðu á Önundarhorni.
Yngstu börnin þeirra fæddust á Önundarhorni, Guðni, Sigrún og
Erna. Það er ekki lítið hlutskipti hjóna að koma 8 börnum upp til
þroska og mennta. Það er ekki lítið hlutskipti að breyta rýrri jörð
í góða kosta jörð, þurrka og rækta og byggja upp góð hús.
Árin liðu hjá og þeim fór að búnast vel á litlu jörðinni og með
tilkomu ræktunarinnar á Skógasandi var fjósið stækkað á ný og
kýrnar á Horni voru með bestu mjólkurkúm sveitarinnar. Börnin
stofnuðu sín heimili og barnabörnin fóru að koma í heimsókn, sem
alltaf gladdi afa og ömmu.
1975 tók Sigrún og maður hennar Stefán Kristjánsson við búi í
Önundarhorni og bjuggu þar í tvö ár með stuðningi þeirra. Börnin
þeirra hændust sérstaklega að Adda, sem naut þess að vera afi
þeirra, taka í fangið og hlúa að. Siðan bjuggu þau í nokkur ár uns
sonur þeirra Guðni og kona hans Bára Kjartansdóttir tóku við
búinu 1982. Á árunum frá 1969 til 1982 hafði Sigríður eða Silla,
systir Kristjönu verið í heimili þeirra og stutt þau við búskapinn og
heimilisstörfin, og hlúð að börnum. í hönd fóru ár ævikvöldsins,
Adolf hafði oft á ævinni átt við heilsuleysi að stríða sem þyngdu
honum sporin. Hann hafði ekki þrótt til að takast á við þau við-
fangsefni sem hann þó gjarnan vildi, en oft tókst hann á við smíðar
og hafði yndi af. Hann andaðist á heimili sínu 20. september 1987.
Goðasteinn
203