Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 206
Halldór Georg Kristjánsson
frá Suðureyri við Súgandafjörð
f. 21.06 1946 d. 09.07 1987
Halldór G. Kristjánsson fæddist foreldrum sínum Kristjáni
Bjarna Magnússyni og Magneu Guðmundsdóttir 21. júní 1946 á
Suðureyri við Súgandafjörð. Hann var í hópi tveggja systkina og
eins hálfbróður. Æskuárin sín átti Halldór á Suðureyri, þar sem allt
var fallegast og best í minningu hans. Stundirnar með föður sínum
á trillunni, þegar þeir saman fóru til sjós og hver dagur bjó yfir
sínum ævintýrum og gleði, námi og reynslu — þessar stundir voru
Halldóri meira en dýrmætar, að þeim bjó hann alla ævi. Þarna
skynjaði hann gleði starfsins, vandvirkni, þrautseigju og keppni.
Síðan tóku við skólaárin, fyrst heima á Súgandafirði, þaðan fór
hann í Héraðsskólann að Núpi og svo lá leið hans í Kennaraskólann
í Reykjavík. Þar lauk hann lokaprófi 1967 en næsta skólaár hans
var í íþróttaskólanum á Laugarvatni, þar sem hann lauk námi um
vorið. Við tóku skólaár lífs hans, þar sem hver dagur var helgaður
viðfangsefninu hverju sinni. Halldór allur í gleði sinni og einlægni,
þar sem hann lét alltaf fara saman íþrótt og keppni, drenglyndi og
heiðarleika.
Hann kynntist eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Halldórsdóttur
1964 og giftust þau nokkrum árum síðar. Börnin þeirra þrjú eru:
Kristján Bjarni, Linda Björk og Kristín Magnea.
Halldór hóf fyrst kennslu við Barnaskólann á Súgandafirði 1968,
þar sem þau Sigrún stofnuðu heimili sitt. 1973 fluttu þau að Hvols-
velli þar sem Halldór varð íþróttakennari við Grunnskólann þar og
1980 fluttu þau að Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem Halldór
varð skólastjóri barnaskólans. Jafnframt skólastjórastarfinu var
hann sundkennari barna úr mörgum barnaskólum í nálægum sveit-
um. 1986 flutti fjölskyldan að Hvolsvelli, en þá varð Halldór skóla-
stjóri Barnaskólans í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum, en stundaði
eins og áður sundkennslu fyrir börn og unglinga í allt að 7 skólum.
Halldór gerði starfið að leik og leikinn að námi. Svo oft í frímín-
útum var hann með nemendum sínum í íþróttum og sérstaka
ánægju hafði Halldór af því að vekja og glæða félagsþroska
204
Goðasteinn