Goðasteinn - 01.09.1988, Side 207
nemenda sinna, kenna þeim að koma fram, flytja mál sitt með
rökum, keppa í mælskulist, skipuleggja skemmtanir, þar sem
nemendur komu sjálfir fram. Þannig varð leikurinn að námi. Og í
kennslunni hreif hann nemendur sína með sér og þegar einhver
vandamál komu upp, þá voru þau leyst með nemendum, því hann
leitaði ævinlega eftir þeirra tillögum um úrlausn. Þannig vakti hann
ábyrgð þeirra og um leið samkennd. Þar sem hann varð eins og einn
af þeim, jafningi þeirra. Of ef eitthvað varð leiðinlegt, þá var
honum einkar lagið að skipuleggja keppni um úrlausnina eða að
opna augu nemenda sinna fyrir tilgangi og markmiðum og þannig
varð námið leikur.
Halldór var drífandi og dugandi félagsmálamaður. Á Súganda-
firði var hann um árabil formaður íþróttafélagsins Stefnis og einn
af stofnendum Lions-klúbbs Súgandafjarðar. Á Hvolsvelli var
hann einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Dímonar og hvata-
maður að mörgum íþróttaklúbbum og ýmsu sem til skemmtunar
var. I sumarfríum sínum vann hann alltaf, fór á sjóinn með frænd-
um sínum fyrir vestan, eða vann að öðru sem til féll.
Síðustu 11 sumrin vann hann á hálendinu, fyrst við virkjunar-
framkvæmdir og síðan sem flokksstjóri yfir ungum mönnum sem
unnu við uppsetningu og viðhald girðinga ásamt ýmsu öðru. Einnig
þar gat hann gert vinnuna að leik og keppni, þannig að drengirnir
urðu drengirnir hans, sem smituðust af gleði hans, en jafnframt
virtu þeir hann og dáðu.
Halldór andaðist af slysförum við vinnu sína á hálendinu við
Hrauneyjafoss 9. júlí 1987.
Helgi Jónasson
Seljalandsseli, V-Eyjafjallahreppi
f. 07.05 1894 d. 04.01 1987
Helgi Jónasson fæddist foreldrum sínum 7. maí 1894, hjónunum
Jónasi Þorsteinssyni frá Skammadal og Ólöfu Einarsdóttur frá
Steig, sem bjuggu þar litlu búi í tvíbýli og eignuðust 8 börn.
18 ára fór hann á vertíð til Vestmannaeyja og réðist síðan vinnu-
maður til Magnúsar Tómassonar í Steinum og var þar frá 1913 til
Goðasteinn
205