Goðasteinn - 01.09.1988, Side 211
Anton Kr. Einarsson
Skeggjastöðum
Hann var fæddur í Vestri Tiingu hinn 22. sept. árið 1907. Voru
foreldrar hans hjónin frá Jaðri í Þykkvabæ. Börnin urðu þrjú:
Anton, Einar og Tyrfingur, en af þeim er nú Tyrfingur einn á lífi.
Þá var og ein fóstursystir, sem einnig er á lífi: Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir.
Anton ólst upp og vann við bústörf föður síns í Vestri Thngu og
ungur maður fór hann á vertíðir í Vestmannaeyjum og var þar alls
9 vertíðir. Var lengi eftir honum sóst í sama skipsrúmið og þótti
hann sérlega laginn við að fletja fisk. 7. nóv. 1936 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Vigdísi Sigurðardóttur frá Háa-Rima í
Þykkvabæ. Sama ár hófu þau búskap í Vestri TUngu, en fluttust svo
árið 1941 að Skeggjastöðum í V-Landeyjum. Eignuðust þau 5 börn,
en 4 lifðu, þau: Elín, Þuríður, Guðjón og Guðfinna. Árið 1971 fór
Anton í félagsbúskap með Guðjóni syni sínum. Anton andaðist á
Skeggjastöðum 12. mars 1986, 78 ára að aldri. Hafði þá gott og far-
sælt hjónaband þeirra Antons og Vigdísar staðið í næstum því hálfa
öld með miklu barnaláni og hamingju.
Anton var mjög fróður um liðinn tíma og hafði mikla ánægju af
jarðrækt. Gjörbreytti hann jörð sinni og þurrkaði svo að þar urðu
stór og góð tún. Áður var sumt af jörðinni svo blautt, að það var
ekki hestfært. Var það með því mesta af því tagi, sem þá gerðist í
V-Landeyjum, en Anton notaði nýtísku vélar, svo að fyrrum flóar
og fen eru nú með stærstu túnum sveitarinnar. Anton var duglegur
og framsækinn og hinn mesti hugmaður. Hann byggði sér litinn og
snotran bæ, er hann tók við torfkofunum, sem þá voru á Skeggja-
stöðum. Og í þessum litla snotra bæ bjó hann á meðan hann byggði
svo utan yfir hann húsið reisulega, sem nú stendur. Þetta er eitt
dæmi um hagsýni Antons.
Sanngjarn, vinfastur og trygglyndur var hann og hittu menn
hann helst ekki öðru vísi en glaðan og reifan. Hann var árrisull og
mikill hestamaður og átti marga fallega og góða hesta, sem hann fór
vel með og hafði ánægju af að sýna. Hann var mikið snyrtimenni
í sínum búskap og umgengni í fénaðarhúsum hjá honum var til
fyrirmyndar. Þar voru allar skepnur hreinar og vel hirtar. Barn-
Goðasteinn 14
209