Goðasteinn - 01.09.1988, Page 212
góður var hann og nutu t.d. barnabörnin þess ríkulega. Hann var
sannur og stórhuga bóndi, sem naut þeirrar háleitu gleði bóndans,
er býr að baki þess, að láta tíu strá vaxa, þar sem áður óx eitt. Hann
sagði einkar vel frá og var með afbrigðum gestrisinn. Anton Einars-
son var jarðsunginn frá Akureyjarkirkju 22. mars 1986.
Helga Þórðardóttir
frá Eystri Hól
Hún var fædd að Litlu Tungu í Holtum hinn 25. sept. árið 1905.
Voru foreldrar hennar hjónin Guðrún Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ
og Þórður Tómasson einnig ættaður úr Holtum. Var Guðrún systir
Boga Ólafssonar yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík og
þeirra landskunnu bræðra. Að Eystri Hól fluttist Helga með for-
eldrum sínum árið 1916 og átti heima þar æ síðan eða uns hún
fluttist alfarin til Reykjavíkur 1979. Börn Þórðar og Guðrúnar voru
sex og var Helga næst elst þeirra. Eru nú öll látin. Eftir lifir ein
fóstursystir, Aðalheiður Guðmundsdóttir. 12. okt. 1926 giftist
Helga eftirlifandi manni sínum, Stefáni Guðmundssyni frá Kerl-
ingardal í Mýrdal og hafði þá hjónaband þeirra staðið í nær 60 ár,
er hún lést. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup gaf þau saman á
yndisfögrum og sólbjörtum degi, en hjónabandið var farsælt og
fagurt. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Jóhönnu, sem gift er Ólafi
Sigurðssyni slökkviliðsmanni í Rvk. Helga andaðist í Landakots-
spítalanum í Rvk. 27. apríl 1986, 80 ára að aldri.
Helga var mikillar gerðar í sjón og raun og hin mesta sómakcna.
Hún var glaðsinna, hlý og kát, vel greind og vel hagmælt. Gat hún
rakið ættir sínar til skáldsins séra Jóns á Bægisá og kunni eftir hann
mörg kvæði. Hún var bókelsk og víðlesin, en skáldskap sínum
flíkaði hún ekki. Þetta kvæði kvað hún t.d. til eiginmanns síns, er
hann varð fimmtugur:
„Þú hefur leitt mig lífs um skeið
ljóst með þolinmæði,
okkar skiljist aldrei leið
uns við deyjum bæði.
210
Goðasteinn