Goðasteinn - 01.09.1988, Page 214
kunn. Hann var einkar sérstæður persónuleiki, sem eftir var tekið,
hlýr og góðhuga í annarra garð, þótt hann blandaði sér annars ekki
í annarra mál. Hann var alltaf niðursokkinn í verk sín og þótti
afbragðs vinnufélagi og sóttist hvorki eftir vegtyllum né metorðum.
Ferðaðist hann mikið um landið í frístundum sínum og þá alltaf
einn. Var landfræðiþekking hans líka orðin mikil og staðgóð og
sagði hann vel og ljóslifandi frá. Hann var heiðvirður og hjarta-
hreinn og orðin hans stóðu alltaf. Næmt auga hafði hann fyrir því
broslega í tilverunni og gerði að gamni sínu án þess að þar fælist í
nokkur broddur gagnvart öðrum. Fóru og munu lengi lifa margar
sögur af hans miklu nákvæmni og samviskusemi. Hann andaðist í
Borgarspítalanum - af afleiðingum slyss - 22. des. 1986, 67 ára að
aldri. Var hann jarðsunginn frá Krosskirkju 30. des. 1986.
Var þá stofnaður til minningar um hann sjóður til styrktar ný-
byggingar Krosskirkju á Krossi. Ólafur var ókvæntur og barnlaus.
Soffía Sigurðardóttir
frá Eystra-Fíflholti
Hún var fædd að Klasbarða í Vestur-Landeyjum hinn 16. ágúst
1893. Voru foreldrar hennar Jórunn Pálsdóttir frá Klasbarða og
Sigurður Eiríksson, sem fæddur var í Stóragerði í Hvolhreppi, en
það er nú eyðibýli. Hann ólst upp i Markaskarði, en 16—20 ára var
hann vinnumaður á Álfhólum og fór þaðan að Klasbarða. Hans
faðir var Eiríkur Bergsteinsson. Níu urðu börn þeirra Jórunnar og
Sigurðar. Dó ein systirin ung, en nú eru 4 systkinin á lífi, 3 bræður
og ein systir: Björn í Reykjavík, Jón í Reykjavík, Sigurður á Selfossi
og Ástrós i Reykjavík. Um Soffíu og þau systkini hennar, sem upp
komust og náðu góðri heilsu, má segja að til þeirra hafi löngum
verið tekið fyrir dugnað og myndarskap. Soffía Sigurðardóttir
fluttist svo nálægt fermingu með foreldrum sínum að Norður-Fífl
holtshjáleigu í Fíflholtshverfinu. Hún ólst upp við mikla vinnu, en
lítil efni, eins og þá var altítt.
Um þrítugt giftist hún eftirlifandi manni sínum Jónatan Jónas-
212
Goðasteinn