Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 215
syni í Eystra-Fíflholti, Vestur-Landeyjum. Voru þau gefin saman í
heilagt hjónaband árið 1923 að Bergþórshvoli af séra Sigurði
Norland. Varð hjónaband þeirra langt og farsælt með ástríki og
hamingju fram á síðustu stundu eða í um það bil 64 ár. Soffía
fluttist því frá foreldrum sínum 1923 að Eystra-Fíflholti og voru
foreldrar Jónatans með þeim þar fyrstu árin eða til dánardægurs.
Hjónin í Eystra-Fíflholti, þau Soffía og Jónatan, voru góð heim
að sækja og þær gæðamanneskjur, sem maður heyrði aldrei annað
en gott um. Þar mætti maður alltaf sömu hjartahlýjunni, því hin
gestrisnu hjón fögnuðu gestum sínum vel.
Börn þeirra eru 5 dætur: María í Hveragerði, en hún var lengst
heima með foreldrum sínum og þar var hennar starf, Jóna Sigríður
í Bandaríkjunum, Lilja í Bandaríkjunum, Sigurrós í Bandaríkjun-
um og Ingibjörg einnig búsett í Bandaríkjunum. Dætra- og upp-
eldisbörnin í Eystra-Fíflholti eru: Birgir, sem er þar fæddur og alveg
uppalinn og var síðustu árin bóndinn þar, íris og Ástrós.
Soffía Sigurðardóttir var mikil sómakona, vel greind og hrein-
skilin. Sagði hún hlutina hreint út og lagði ævinlega gott til mála.
Þess vegna sýndi hún mikla trú, hugrekki og æðruleysi síðustu
vikurnar, sem hún þurfti að dveljast á sjúkrahúsi. Trúin var hennar
leiðarljós um árin.
Sem dæmi um atorkuna og iðjusemina má nefna það, sem mest
minnir á fornar sögur, að þegar hún var ung, gat hún hlaupið um
tún og teiga, er hún sótti kýrnar og var þá jafnframt með prjónana
í höndum. Hún var dugnaðar húsfreyja og slapp aldrei verk úr
hendi. Varla varð henni misdægurt fyrr en undir það síðasta. Soffía
var bókhneigð og stálminnug, ljóðelsk og kunni mikið af ljóðum,
sem hún gat heimfært upp á hin ýmsu daglegu atvik. Passíusálmana
kunni hún t.d. flesta og fylgja þeir henni í förina hinstu. Hún var
mikil hugmanneskja og árrisul og gekk þvi snemma til verka. Hún
var ekki mikið fyrir það að skemmta sér sem kallað er eða vera
mikið utan síns heimilis. Hugurinn var allur við þjónustuna á
heimilinu. Það að vilja sýnast var henni jafn fjarri og allur annar
hégómaskapur. í trúnni fann hún og átti Drottin sinn, þess vegna
var hún trú og sönn í öllu sínu fari. Allra síðast var sjóndepurð
nokkuð farin að há henni, en samt var hún alltaf viljug að skrifa
Goðasteinn
213