Goðasteinn - 01.09.1988, Page 216
dætrunum sínum vestur um haf. Alveg fram undir það síðasta í
Eystra-Fíflholti fór hún t.d. í fjós.
Hún er ein af stofnendum kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-
Landeyjum og gerð að heiðursfélaga á fimmtugsafmæli þess 1985.
Eftir að Birgir og María tóku við búskapnum í Eystra-Fíflholti,
voru þau lengst af saman 4, raunar í félagsbúi: Birgir, María, Soffía
og Jónatan. Þaðan fluttust þau 15. apríl 1986. Höfðu þá ættmenni
Jónatans búið þar um aldir. Soffía andaðist á Sjúkrahúsi Suður-
lands 4. mars 1987, 93 ára að aldri. Hún var jarðsungin frá Akur-
eyjarkirkju 14. mars 1987.
r
Asta Kristín Jóhannsdóttir
frá Oddakoti
Hún var fædd hinn 21. nóvember 1908 í Efri-Vatnahjáleigu, sem
nú nefnist Svanavatn. Þar ólst hún upp í foreldrahúsum, en for-
eldrar hennar voru Jóhann Jónsson og kona hans Jónína Steinunn
Sigurðardóttir. Eignuðust þau Jóhann og Jónína 4 börn, allt dætur.
Var Ásta næst elst. Þær eru nú allar látnar nema Gíslný. Hún var
næst yngst og maður hennar var Þorsteinn Ólafsson og er nú látinn.
Þeirra börn urðu 16, en 15 eru nú á lífi. Hinar systur Ástu voru
Guðmunda Hermína gift Árna Pálssyni, sem einnig er látinn, og
Jónína Steinunn. Hennar maður var Alfreð Bæring Washington og
er hann á lífi.
Á sínum yngri árum var Ásta Jóhannsdóttir í vinnumensku á
ýmsum stöðum. Hún giftist eftirlifandi manni sínum Þorvaldi
Guðmundssyni fyrrum bónda i Oddakoti þann 29. mars árið 1947.
Hann er ættaður frá Sigluvík í Vestur-Landeyjum. Giftingin fór
fram á Bergþórshvoli og var framkvæmd af séra Sigurði S. Hauk-
dal. Lifðu þau Ásta og Þorvaldur í góðu og farsælu hjónabandi. En
giftingardaginn þeirra muna margir. Hann er skráður, sem eftir-
minnilegur dagur Islandssögunnar, af því að þá hófst Heklugos
eftir 102 ára hlé.
Þeim Þorvaldi og Ástu fæddust 3 börn: Þráinn, sem býr í Odda-
koti kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Kristín sem býr í Reykjavík
214
Goðasteinn