Goðasteinn - 01.09.1988, Page 217
gift Sigurði Þórðarsyni og Jóhanna, sem býr á Selfossi gift Sigga
Gíslasyni.
Þorvaldur og Ásta hófu búskap sinn á Uxahrygg á Rangárvöllum
árið 1933 og voru þar í eitt ár. Síðan bjuggu þau á Bryggjum í
Austur-Landeyjum, einnig í eitt ár, og fluttust svo að Kirkjulands-
hjáleigu í sömu sveit 1935. Að Oddakoti fluttust þau árið 1949 og
keyptu þá jörð. Áttu þau heima þar æ síðan. 1970 tók svo Þráinn
sonur þeirra við búskapnum að hluta og síðan alveg.
Ásta Jóhannsdóttir var lengst af við góða heilsu eða þar til hún
fékk Parkinsonsveikina fyrir allmörgum árum. Síðustu 5 árin var
hún á Sjúkrahúsi Suðurlands og lést þar þann 15. júlí 1987, 78 ára
að aldri. Barnabörnin urðu 13 og barnabarnabörnin 8.
Ásta í Oddakoti var ákaflega traust húsmóðir, en heima var
hennar aðal vettvangur. Hún fór lítið enda mjög heimakær. Hún
naut þess að hjálpa þeim, er við minni efni bjuggu og kappkostaði
þá, að það væri þannig gert, að sem minnst bæri á. Handavinna
hennar var mikil heima, bæði við sauma og prjónaskap og raunar
prjónaði hún talsvert fyrst eftir að hún fór á sjúkrahúsið. Hún var
sérstaklega þrifin og hreinleg, sem raunar var einkenni á þeim
systrum öllum. Allt, sem Ásta hafði undir höndum leit út sem nýtt
og þá var hún nýtin og útsjónarsöm. Minnið var traust og gott og
ártöl mundi hún ótrúlega lengi. Hún var alvörugefin, þótt hún sæi
vel það broslega í lífinu. Hún tók vel á móti gestum, því gestrisni
var henni í blóð borin. I skoðunum var hún einörð og ákveðin. Með
dugnaði og atorku gekk hún að hverju starfi og rækti vel sitt
heimili. Þá var hún umtalsfróm og heiðvirð og lagði ekki illt til
annarra. Hógvær var hún og hlédræg og tranaði sér hvergi fram,
staðföst og hreinskiptin. Hún þótti því góður nágranni. Ásta var
jarðsunginn 15. júlí 1987 frá Voðmúlastaðakapellu.
Einar Guðmundsson,
Hátúni
Einar var fæddur í Sigluvík í Vestur-Landeyjum hinn 7. júní árið
1921. Foreldrar hans voru Guðmundur Hildibrandsson og kona
hans Sigríður Erlendsdóttir, sem þá bjuggu í Sigluvík. Þau hjón
Goðasteinn
215