Goðasteinn - 01.09.1988, Page 218
eignuðust 13 börn og var Einar þeirra yngstur. Fjögur þessara
systkina eru nú á lífi: Helgi á Akranesi, Þorvaldur í Oddakoti, Elín
í Reykjavík og Sigurbjörg á Seltjarnarnesi. Einar var aðeins þriggja
vikna gamall, þegar honum var komið til fósturs í Hátúni, en
raunar hét sá bær áður Fíflholts-Suðurhjáleiga og forðum var þar
tvíbýli. í Hátúni ólst Einar upp og bjó þar svo ásamt Guðbjörgu
Jónasdóttur eftir 1959 og síðast einn, er hún var látin. Jónas Jóns-
son og Sesselja Guðmundsdóttir bjuggu í Hátúni, er Einar kom
þangað og urðu þau fósturforeldrar hans. Uppeldissystkini Einars
voru Guðbjörg, sú er áðan var nefnd, Ólafía og Sigursteinn. Af
þessum þremur er nú Ólafía ein á lífi og er hún á Lundi, dvalar-
heimili aldraðra á Hellu. Um Guðbjörgu Jónasdóttur, sem var 19
árum eldri en Einar og lést 1982, má segja að hún hafi verið sem
móðir Einars og besti vinur.
Það má heita að Einar hafi verið alla sína ævi í Hátúni. Þar undi
hann sér líka best og þar vildi hann allra helst vera. Þar var hugur
hans svo sannarlega allur. Heilsu sinni og kröftum varði hann þar,
en undir það síðasta var hann orðinn slitinn maður af vinnu og
heilsunni tekið að hraka. Hann andaðist í Hátúni þann 17.
september 1987 og var þá ekki nema 66 ára að aldri. Hann var
ógiftur og barnlaus.
Ævi Einars var ekki margbrotin, þar sem hann helgaði sig fyrst
og fremst sinni bújörð. Og allt var þetta í fullu samræmi við mann-
inn sjálfan. Hann vár fyrst og fremst bóndi og má segja að hann
hafi verið bóndi af Guðs náð. Hann var hreinn og beinn, kom til
dyranna eins og hann var klæddur og það að sýnast eða öll sundur-
gerð var honum fjarri skapi. Gaman þótti honum að spila á spil og
þótti þá þar sem annars staðar hinn besti félagi. Á sínum yngri árum
og á meðan heilsan var góð naut hann þess að fara á bak sínum
góðu hestum og á gleðistundum gat hann verið hrókur alls fagnað-
ar. Einar var sérlega greiðvikinn og hjálpsamur og sannarlega var
hann ekki litlaus persónuleiki. Hann var skapríkur, en gat jafnan
verið kátur og léttur í lund, og gamansemi átti hann ágæta. Að
verkum sínum gekk hann ákveðinn og hlífði sér þá hvergi. Og allir,
sem á annað borð þekktu hann, þakka honum hve barngóður hann
var og allt trygglyndið. Einar í Hátúni var hógvær og heiðvirður
216
Goðasteinn