Goðasteinn - 01.09.1988, Page 223
Sviða í hjarta sáran finn,
sést þó jafnan glaður.
Er með öllu útrekinn
eins og skógarmaður.
Já, Stefán var vel hagmæltur, en hann var líka tilfinningaríkur
eins og sést best af þessu kvæði. Sérstakt prúðmenni var hann og
flíkaði ekki tilfinngum sinum. Jafnaðargeð hans var slikt, að þar
mættu menn alltaf sama hlýja brosinu, hvernig svo sem vindar
annars blésu. Hann var hinn góði og hjálpsami nágranni, sem
hjálpaði öðrum við ýmis verk og í ýmsu öðru tilliti. Velvilji þeirra
Stefáns og Helgu var mörgum kunnur, svo samhent sem þau voru
í því að víkja mörgu góðu að, þar sem fátækir voru eða minna
máttu sín.
Árið 1926 reisti Þórður Tómasson íbúðarhúsið, sem nú stendur
á Eystri-Hól, en Stefán var smiðurinn með fleirum. Hann var mjög
afkastamikill og vandvirkur við smíðarnar sem og önnur verk og
við húsasmíðar kom hann víðar og töldu menn hann völundarsmið.
Einnig smíðaði hann líkkistur og var þar sem víðar eftirsóttur. Lét
hann sér mjög annt um að frágangur þeirra væri sem allra
vandaðastur. Greiðvikni og gestrisni settu svipmót á myndarlega
heimilið á Eystri-Hól. Stefán og Helga voru mikið fyrir það að hafa
allt á réttum stað og réttum tíma. Þar var allt í röð og reglu. Stefán
var hinn árrisuli og hagsýni bóndi, sem aldrei dró það að koma
hlutunum í verk og stundvísin var honum í blóð borin.
Oft vildi sá hlutur brotna á sláttuvélum, þegar slegið var í þýfi,
sem nefndist hlaupastelpan. Þennan hlut smíðaði Stefán fyrir
margan og alltaf giltu orð hans sem óskráð lög. Stefán var
virðingar- og úttektarmaður Vestur-Landeyjahrepps í meira en 30 ár
og þar sem í öðru naut hann trausts og virðingar manna. Hann var
áreiðanlegur og staðfastur, einarður og hreinskiptinn. Þess vegna
var líka gott og ánægjulegt við hann að ræða og með honum að
vera. Hann fylgdist einkar vel með og minnið var alveg ótrúlega gott
fram á síðustu stund. Hann las talsvert og var t.d. vel að sér í íslensk-
um þjóðsögum. Og vel gefinn var hann og skemmtilegur. Glatt var
yfir honum og heimilislífið gott. Dulur var hann þó að eðlisfari og
því vissu fáir hugsanir hans og sína trú átti hann. Hann heimtaði
Goðasteinn
221