Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 227
1943 og faðir hans 1947, rak hann bú sitt einn í tæpa fjóra tugi ára,
2—3 síðustu árin með aðstoð ráðsmanns. Bróðursynir hans voru i
sumarvist hjá honum í uppvexti sínum og honum jafnan innan
handar síðar. Ólafur sat í hreppsnefnd Hvolhrepps í allmörg ár og
einnig valdist hann til forystu í ungmennafélagi sveitarinnar þar
sem hann var formaður árum saman.
Hann var víðlesinn og ágætlega sjálfmenntaður, bjó yfir marg-
þættum fróðleik, hafði mætur á ljóðum og annarri orðsins list.
Árið 1982 fór Ólafur til Rómaborgar í fylgd bróður síns o.fl. Naut
hann þar víðtækrar þekkingar sinnar á sögu borgarinnar. Þegar
þessi för var farin var heilsu Ólafs mjög tekið að hraka, en hann
hafði þá fyrir allmörgum árum kennt sjúkleika, sem ágerðist með
tímanum. TVívegis dvaldi hann á sjúkrahúsi í Reykjavík og síðustu
tvö æviárin var hann á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi.
Ólafur var víðsýnn maður, íhugull og öfgalaus. Hann var þeirrar
gerðar að vilja í engu bregðast því er honum var til trúað, enda naut
hann trausts og virðingar þeirra er hann þekktu. Þrátt fyrir veikindi
sín síðustu árin, kom hann svo oft sem kostur var heim að Árgils-
stöðum, síðast þremur vikum fyrir andlát sitt og lét þá flytja sig í
sjúkrabíl. títför hans fór fram frá Breiðabólsstaðarkirkju 12. júní
1986.
Guðbjörg Markúsdóttir, Valstrýtu. Hún var fædd í Valstrýtu í
Fljótshlíð 29. sept. 1907 og lést þar 5. júlí 1986. Foreldrar hennar
voru hjónin Markús Gíslason og Sigríður Aradóttir, sem bjuggu í
Valstrýtu á árunum 1899—1937, en það ár andaðist Markús faðir
hennar. Eftir það bjó Sigríður móðir hennar áfram með börnum
sínum uns hún lést árið 1949. Börn þeirra voru 9 alls og var Guð-
björg 5. í röðinni af þeim sem upp komust. Hún ólst upp í foreldra-
húsum í þessum stóra systkinahópi þar sem vinnusemi og snyrti-
mennska var í heiðri höfð og heimilisbragur allur til fyrirmyndar.
Hélst svo alla tíð meðan Guðbjörg og systkini hennar bjuggu í Val-
strýtu. Eftir fráfall móður þeirra tóku þau systkinanna sem enn
voru heima við búinu, en það voru Bjarni, Guðbjörg, Marta og
Ingólfur. Þær systur, Guðbjörg og Marta voru mjög samrýndar og
samtaka í störfum sínum og svo vel verki farnar, að til þeirra var oft
leitað þegar mikils þurfti við um forstöðu fyrir veislum eða erfis-
Goðasteinn is
225