Goðasteinn - 01.09.1988, Page 228
drykkjum. Myndugleiki ásamt hlýrri framkomu og hógværð ein-
kenndi framgöngu þeirra í þessu sem öðru. Heimili þeirra systkina
var rómað fyrir gestrisni og hjálpsemi, og þar var sama alúð og
nærfærni sýnd bæði mönnum og málleysingjum.
Á yngri árum fór Guðbjörg nokkra vetur að heiman til starfa,
m.a. var hún tvo vetur i Vestmannaeyjum og nokkra vetur vann hún
á „Hvitabandinu” i Reykjavík til skiptis við Mörtu systur sína. En
fyrst og fremst helgaði Guðbjörg heimilinu í Valstrýtu krafta sina.
Nokkur fósturbörn ólust upp hjá þeim systkinum um lengri eða
skemmri tíma og þrír systkinasynir þeirra komu þangað á barns-
aldri og ólust þar upp til fullorðinsára, þeir Elías Arason og Karl
og Markús Guðjónssynir.
Bjarni bróðir Guðbjargar lést árið 1956 og Marta systir hennar
árið 1968. Eftir það bjuggu systkinin tvö, Guðbjörg og Ingólfur í
Valstrýtu í 18 ár, en eftir lát hennar fluttist Ingólfur á dvalarheimilið
Kirkjuhvol. Heimili Guðbjargar bar fagurt vitni um smekkvísi
hennar og umhyggju í smáu og stóru. Þó að hún ætti ekki börn
sjálf, var hlutskipti hennar samt aðhlynning heimilis og uppeldi
barna og því sinnti hún af þeirri trúmennsku og alúð, sem er inn-
gróin og ekki hirðir um laun eða hrós. Útför hennar var gerð frá
Hlíðarendakirkju 12. júlí 1986.
Ólafur Ingvarsson frá Hellishólum. Hann var fæddur í Selshjá-
leigu í A-Landeyjum 17. júlí 1899 og lést í Reykjavík 20. okt. 1986.
Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Ingvarsson og Guðbjörg Ólafs-
dóttir er þá bjuggu í Selshjáleigu, en fluttust að Neðra-Dal undir V-
Eyjafjöllum árið 1908. Var Ólafur elstur barna þeirra sem voru 16
alls en af þeim létust 5 í bernsku. Á barnsaldri var Ólafur tekinn í
fóstur að Hellishólum í Fljótshlíð til móðursystkina sinna, þeirra
Sigurðar og Elínborgar og hjá þeim ólst hann upp ásamt tveimur
systrum sínum, þeim Lovísu og Elínu, sem einnig voru teknar til
fósturs þangað.
Ólafur vann við bústörf í Hellishólum en fór jafnframt til
vertíðarstarfa í Vestmannaeyjum um allmörg ár. Hugur hans mun
hafa staðið til náms en aðstæður vörnuðu honum þess. Hann varð
fyrir þeirri þungu reynslu að missa heilsuna aðeins 27 ára og þurfti
226
Goðasteinn