Goðasteinn - 01.09.1988, Side 229
hann að dvelja á geðsjúkrahúsi um 17 ára skeið. En bata náði hann
smám saman aftur og 1943 kom hann aftur heim að Hellishólum
til Lovísu systur sinnar og manns hennar, Óskars Ólafssonar. Eftir
það vann hann lengst af heimilinu i Hellishólum, en stundaði þó
vinnu annars staðar við og við, bæði innan sveitar og í vegavinnu
hjá Eysteini Einarssyni verkstjóra. Einnig fór hann margar vertíðir
til vinnu út í Þorlákshöfn.
Hann var trúr og samviskusamur í öllum störfum sínum og aflaði
sér vináttu og virðingar, jafnt þeirra sem hann vann með og vann
fyrir. Heimilið í Hellishólum var honum öruggt skjól og þar naut
hann þess að umgangast systurþörn sín, sem voru mörg, og alls
staðar hændust börn að honum og urðu vinir hans. Hann var einnig
mikill dýravinur og lét sér annt um að öllum skepnum liði vel, sem
í hans umsjá voru. í fjallferðum á Grænafjall, en þær fór hann
margar, hlífði hann hesti sínum í brekkum og klungrum og teymdi
þá gjarnan þó aðrir riðu.
Árið 1971 fluttist Lovísa systir hans og Óskar maður hennar út
að Selfossi og fljótlega eftir það fluttist Ólafur til þeirra en dvaldi
þó oft um tíma hjá vinum sinum eystra. í apríl 1986 veiktist hann
og var eftir það á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi uns
hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík í byrjun september.
Ólafur var maður, sem mikið hafði reynt, en bar sína byrði með
sæmd og mátti aldrei vamm sitt vita. Útför hans fór fram frá
Selfosskirkju 25. okt. 1986.
SigríðurL. Hjaltested, Mið-Grund. Hún var fædd í Reykjavik 31.
júlí 1970 og lést á Mið-Grund undir V-Eyjafjöllum 25. ágúst 1986.
Hún var dóttir hjónanna Lárusar Hjaltested og Báru Guðmunds-
dóttur á Mið-Grund og hjá þeim ólst hún upp, elst sinna systkina.
Skólagöngu sína stundaði hún í grunnskólanum að Seljalandi og í
héraðsskólanum að Skógum.
Sigríður var heitbundin ungum manni, Þorsteini Birgissyni og
höfðu þau eignast soninn Birgi Þór og undirbjuggu stofnun eigin
heimilis innan skamms. Hún var bráðþroska andlega, viljasterk og
umhyggjusöm. Sigriður hafði frá barnæsku átt við sjúkdóm að
stríða, asmaveiki, sem tók sig upp þegar síst varði. Útför hennar var
gerð frá Ásólfsskálakirkju 30. ágúst 1986.
Goðasteinn
227