Goðasteinn - 01.09.1988, Side 235
sínum. Bjuggu þeir þar saman um sinn. Kristinn flutti síðan þú-
ferlum ásamt konu sinni Kristrúnu Sæmundsdóttur. Reistu þau sér
nýþýli í Biskupstungum árið 1932.
Eftir það var Valdimar lausamaður í eitt ár, en hóf þá búskap í
Hreiðri að nýju. Vorið 1936 réðst til hans ráðskona, Guðrún
Margrét Albertsdóttir f. 4. desember 1902 í Neðstabæ í Norðurár-
dal í Húnavatnssýslu. Þau Valdimar gengu í hjónaband 21. septem-
ber um haustið og deildu eftir það kjörum þar til dauðinn skildi þau
að. Guðrún lést skyndilega fyrir aldur fram 29. apríl árið 1970. Hún
var listelsk og bókhneigð gáfukona svo sem hún átti kyn til. Að
líkum munu þó hafa gefist fáar stundir til að sinna hugðarefnum
af því tagi. Annir við heimilishald og bústörf gáfu engin grið. Enda
gekk hún ótrauð fram við hlið bónda síns í baráttunni fyrir hag
heimilisins. Þau hjón voru óvenju samhent í eljusemi og nýtni og
því að láta hvern hlut þjóna sem best sínu hlutverki. Hefir það
jafnan verið aðalsmerki bestu bænda á íslandi.
Valdimar og Guðrún eignuðust fimm börn: Sigurjón Margeir, f.
22. 7. 1937, Albert Hólmstein Norðdal, f. 15. 10. 1938, Laufeyju
Sveinfríði, f. 26. 1. 1940, Jónu Heiðbjört, f. 11.10. 1943 og Valgerði,
f. 24. 3. 1946.
Á þeim árum, sem Valdimar bjó í Hreiðri gekk mikill breytinga-
tími yfir íslenskan landbúnað. Hann byrjaði á því að slétta túnið
með handverkfærum og mun við það sem annað hafa notið þess,
hver hamhleypa hann var til verka. Síðar komu vélar, sem léttu
störfin. Sumra freistaði það til gönuhlaupa, en Valdimar kunni
ávalt fótum sínum forráð. Hygg ég að hann hafi verið góður fulltrúi
þeirra kynslóða á landi hér, sem öfluðu ekki til að eyða heldur til
að sjá sér og sínum farborða. Það tókst þeim Hreiðurshjónum,
enda komust þau til góðra efna, stóðu í skilum og skulduðu engum
neitt.
Árið 1964 brugðu þau hjón búi í Hreiðri og fluttu til Hafnar-
fjarðar. Þar bjó Valdimar nokkur ár eftir lát konu sinnar, en flutti
þá til Laufeyjar dóttur sinnar og Hafsteins Kristinssonar tengda-
sonar síns í Hveragerði. Undi hann sér vel við gott atlæti á heimili
þeirra hjóna um árabil, eða þar til hann fékk heilablóðfall, lamaðist
og missti málið. Dvaldi hann eftir það á sjúkrahúsum til dauðadags.
Goðasteinn
233