Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 238
Sumarið 1987 fengu verðlaun úr Rögnusjóði: 1. verðlaun, Sigrún
Pálsdóttir og Elías Eyberg, Stóra gerði 8, Hvolsvelli og viðurkenn-
ingu hlutu þau Ása Guðmundsdóttir og Gunnar Guðjónsson,
Vallarbraut 6, Hvolsvelli, Þuríður Kristjánsdóttir og Guðjón
Einarsson, Hlíðarvegi 13, Hvolsvelli, Sigurvina Samúelsdóttir og
Erlingur Guðmundsson, Heiðvangi 4, Hellu, Gerður Jónasdóttir
og Jón Þorgilsson, Heiðvangi 22, Hellu, Anna Helga Kristinsdóttir
og Knútur Scheving, Freyvangi 19, Hellu og Þórunn Jónasdóttir og
Guðni Jónsson, Laufskálum 3, Hellu.
Sjúkrahús Suðurlands og stofnanir aldraðra á Suðurlandi hafa
oft verið styrkt, nú síðast var haldin vinnuvika á Laugalandi í
Holtum árið 1986, til styrktar Dvalarheimilum aldraðra í Rangár-
vallasýslu. Árlega stendur stjórn SSK fyrir sölu jólakorta til
styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands.
Húsmæðraskóli Suðurlands var sannarlegt óskabarn SSK, nú er
störfum hans lokið. Það var ekki nógu fljótt athugað að breyta
námskrá húsmæðraskóla, með komu fjölbrautaskóla. Nú standa
yfir viðræður um að SSK fái einhver afnot af skólahúsinu og
munum Húsmæðraskólans verði komið fyrir í skólahúsinu og
geymdir þar.
Innan SSK eru 29 kvenfélög sem í eru um 1200 félagsmenn.
Félagsgjald er greitt til SSK og árlega er veittur styrkur frá Stéttar-
sambandi bænda, Búnaðarsambandi Suðurlands, Árnessýslu,
Rangárvallasýslu og Selfossbæ.
12. febrúar 1983 verður veruleg breyting á högum SSK, þá var
vígð Félagsmiðstöðin Sel á Selfossi og er eignarhluti SSK 15%. Þar
er rekin skrifstofa og er hún opin á fimmtudögum frá kl. 14—17,
en er lokuð í sumar frá 1. júní til 1. september.
Framundan er margt ógert og sameinaðar vinnum við að verk-
efnum SSK.
236
Goðasteinn