Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 24
hann við: ,,Mér ferst nú ekki að láta svo mannalega, buxurnar mínar
eru ekki svo beisnar að ég geti látið sjá mig á kjörfundinum.” Leitt þótti
frúnni ef Magnús Torfason missti atkvæði fyrir það eitt svo hún sótti
buxur af manninum sínunt og gaf honum. Hann bjóst þá um að góðum
mun, þótt heldur væri buxurnar í víðara lagi. Þetta var gott og blessað
og karl hafði þá rænu á því að minnast á hvað hann væri illa nestaður:
„Ertu búinn með nestið þitt?” spurði frúin. ,,Ónei, en það er skemmt,
varla mannamatur, brauðið myglað og osturinn myglaður." Frúin brá sér
í búrið og tók til í nestisböggul handa karli nýtt brauð, rúllupylsu, kjöt
og smjör og fleira góðgæti. Karl varð allshugar féginn og blessaði frúna
sem best hann kunni fyrir rausnina. hann lagði bráðsnemma af stað að
morgni, en það fór nú ekki betur en svo að kjörfundurinn var um garð
genginn, þegar hann kom austur að Hvoli og líklega hefði koma hans
á kjörfund aðeins gert Sighvat einu atkvæði ríkari!
Mikil gleði var í herbúðunt Heimastjórnarmanna yfir sigri Sighvats.
Kirkjugestirnir á Asólfsskála gátu víst allir tekið undir lokaorðin á
fregnmiða Þjóðólfs, sem festur var upp á bæjardyraþilið hjá Jóni Svein-
bjarnarsyni þegar messað var í Skálakirku næst eftir kosningarnar marg-
umtöluðu: ,,Húrra fyrir Rangæingum.”
Heimildir:
Þáttur þessi um kosningaslaginn í Rangárvallasýslu hefur legið í
handraða mínum full 40 ár. Ondvegismaðurinn Sæmundur Einarsson
hreppstjóri í Stóru-Mörk (d. 1951) kom að máli við mig árið 1948 og bað
mig að taka efnið til skráningar og lagði mér það að drjúgum hluta upp
í hendur. Einn hásetinn í Eyjaferðinni, Jón Eyjólfsson bóndi á Mið-
Grund, sagði mér síðar frá henni og fróðleik sótti ég til Sigurðar bónda
áNúpi. Hérhafásagnirþvíekkigengiðmargramannaámilli. Foreldrar
rnínir voru vaxnir vel á legg kosningaárið 1899 og mundi móðir mín vel
fregnmiðann í bæjarþili Jóns á Asólfsskála. Sendibréf Magnúsar Torfa-
sonar til sr. Olafs Finnssonar er varðveitt í Héraðsskjalasafninu í Skóg-
um. Fleiri fanga heföi mátt leita en í stórum dráttum er þó sagan sett
hér á svið.
Þ.T.
22
Goðasteinn