Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 100
Aprfl
Aprílmánuður var kaldur fram yfir þ. 20. Dagana 1. og 2. var frost,
en síðan komu 4 frostlausir dagar, en þ. 7.-12. var frost. Frostlaust var
dagana 13. og 14., en frá 15.—21. var frost að báðum dögum meðtöldum.
Frostið var oft 4—5 stig og komst stundum í 9-10 stig og tvívegis var 13
stiga næturfrost. Suma þessara frostdaga fór hitastigið lítið eitt yfir
frostmarkið meðan sól var hæst á lofti. Frá og með 22. apríl hlýnaði
verulega og var hiti að deginum 7—9 stig til mánaðarloka, mestur dag-
ana 28. og 29, komst þá í 10-11 stig. Frá 1,—22. apríl voru ríkjandi aust-
an-, norðaustan- og norðanáttir, en hægar breytilegar áttir eftir það.
Mjög var hægviðrasamt og eina undantekningin var að kvöldi 12. apr.,
en þá gekk yfir 8-10 vindstiga austanhvellur með snjókomu og skafrenn-
ingi. Úrkomu varð vart 11 daga, sjaldnast þó heilan dag í einu, og var
ýmist í formi skammvinnrar snjókomu, élja eða skúra. Þann 16. var
klaki í jörð (þ.e. í moldarjarðvegi) 24 cm. og þíða lagið sem áður var
komið var orðið nær samfrosta við gamla klakann.
Maí
Hitastig var oftast á bilinu 5—7 stig fyrstu 11 daga mánaðarins. Frá
og með 12. maí hlýnaði mjög, hiti fór nær aldrei undir 10 stig og var
oftast 12—15 stig. Þann 15. var heitasti dagur mánaðarins, en þá komst
hiti í 20 stig. Samkvæmt frásögn veðurfræðinga var þeitta heitasti maí-
dagur á landinu síðan mælingar hófust. Næturfrost var aðfaranætur þ.
17., 18. og 19. Úrkomudagar voru 12 og sólardagar 11. Veður varyfirleitt
spakt og áttir breytilegar, en þó var mest um suðaustan-, sunnan- og suð-
vestanáttir að ræða. Jörð var orðin nær klakalaus upp úr miðjum mán-
uði.
Júní
Hiti var oftast á bilinu 10—12 stig, en fór þó nokkrum sinnum niður
í 7—10 stig. Hiti seint að kvöldi var oft um 5 stig. Úrkoma var 17 daga,
ýmist hluta úr degi eða daglangt. Sólar naut hluta úr 4 dögum. Flesta
daga var nokkur vindgjóla og ríkjandi voru sunnan- og suðvestanáttir.
Aðfaranótt þ. 22. snjóaði á Þríhyrning og heiðar Eyjafjalla.
98
Goðasteinn