Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 168
heimili. En fram undir það stundaði hann einnig vertíðarstörf í Vest-
mannaeyjum.
Það var svo 22. júlí 1934, sem hann kvæntist Sigurlín Árnadóttur frá
Efri-Ey. Hófu þau búskap í Hól í sambýli við móður Júlíusar og þær
systur hans Þtrrgerði og Guðrúnu. Þar bjuggu þau Júlíus og Sigurlín til
ársins 1941 og höfðu þá eignast börnin sín þrjú: Harald organista og
bónda í Akurey, Bjargmund bónda í Akurey og Lilju húsfreyju í Reykja-
vík. Haraldur er ókvæntur, en kona Bjargmundar er Ingigerður Antons-
dóttir maður Lilju er Sveinbjörn Runólfsson. Barnabörn Júlíusar eru 6.
Árið 1941 kvöddu Júlíus og fjölskylda Meðallandið og fluttust að
Akurey, í Vesturbæinn sem svo var oft nefndur.
Þar beið svo aðallífsstarfið. Var strax tekið til við að bæta jörðina.
Lagði Júlíus mikla vinnu í að þurrka upp landið og handgróf skurði til
uppþurrkunar. Hann byggði upp hús og jók ræktun. Júlíus var myndar-
legur bóndi og mótuðust störfin hans af dugnaði og eljusemi, reglu og
snyrtimennsku. Þannig stýrði hann blómlegu og glæsilegu búi til 1964,
en þá voru umsvif öll og hagræðing aukin, er þeir feðgarnir breyttu bú-
inu í félagsbú. Konu sína missti Júlíus 1968 eftir farsælt og blessunarríkt
hjónaband.
Júlíus var maður hógvær og trygglyndur og heiðarleika hans og gætni
kynntust fjölmargir. Ágæti sitt þurfti hann aldrei að auglýsa, svo sam-
gróinn var hann hinni íslensku jörð og gróðursælu sveit, reitnum græna,
sem hver sannur bóndi elskar.
Hann var kosinn í sóknarnefnd Akureyjarkirkju og formaður hennar
1943 og gegndi því starfi í 29 ár. Þá var hann safnaðarfulltrúi í 34 ár.
Meðhjálpari 1950-84. Og hringjari 1967—84. Öll þessi störf rækti
hann af frábærri samviskusemi, trúmennsku og háttvísi. Allt stóð heima
sem hann sagði og með þessu gaf hann fagurt fordæmi, svo og með
grandvarleika sínum, greiðvikni og gestrisni.
Júlíus var lengi skólanefndarformaður og í allmörg ár deildarstjóri í
Vestur-Landeyjadeild Kaupfélags Rangæinga og í mörg ár forðagæslu-
maður. Hann kunni vel að meta og hagnýta sér nýjungar og tækni og
gladdist yfir hverri nýrri vél, er á bú hans kom.
Líf hans mótaðist af rólyndi hugans og æðruleysi. Hann hlaut hægt
andlát á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 10. nóvember 1989, 86 ára að aldri.
Útför hans var gerð frá Akureyjarkirkju 25. nóvember.
166
Goðasteinn