Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 190
tækur vel í verkum, bæði á sjó og landi, því að þá var enn útræði stundað
úr Landeyjasandi. Valdist hann í því sem öðru til forystu og var hann
einn hinna síðustu formanna þar. Eitthvað sótti hann til vertíðarstarfa í
Vestmannaeyjum, en þó minna en almennt gerðist um jafnaldra hans,
því að heimilið og búskapurinn á Skíðbakka þarfnaðist krafta hans. Af
sömu ástæðum gafst ekki kostur annars náms en barnafræðslu þess tíma
og mun hann hafa tekið nokkuð sárt að eiga ekki völ frekari menntunar.
Erlendur tók við búsforráðum af foreldrum sínum árið 1934 og þá
kvæntist hann Guðbjörgu Jónasdóttur frá Hólmahjáleigu. Þau hjónin
voru mjög samhent um allan heimilishag og framfaravilja, enda fengu
þau að sjá þau umskipti á jörð sinni og sveit sinni allri, hvað lífshætti
og afkomu varðar, að hreina byltingu má nefna frá því sem áður var.
Mun á engan hallað þó sagt sé að Erlendur á Skíðbakka hafí verið í farar-
broddi í þeirri framfarasókn. Þau hjón, Erlendur og Guðbjörg eignuðust
tvær dætur og einn son. í byrjun búskapar síns byggðu þau sér íbúðarhús
úr steinsteypu og var sú framkvæmd upphafið að mörgum og stórum
verkefnum, sem Erlendur tókst á við á æviferli sínum og unnin voru í
þágu sveitar og samfélags. Honum auðnaðist að koma fram mörgum að
sínum hugsjóna- og áhugamálum og með störfum sínum ávann hann sér
hvarvetna traust, eins og hin fjölmörgu trúnaðarstörf, sem honum voru
falin, bera vott um. M.a. var hann í hreppsnefnd Austur-Landeyja-
hrepps í 44 ár, þar af oddviti í 40 ár. I sýslunefnd Rang. sat hann á þriðja
tug ára og var lengi í stjórn Sjúkrahúss Suðurlands. Formaður Jarða-
nefndar Rang. var hann frá stofnun hennar til dauðadags. Fulltrúi á
landsfundum Stéttarsambands bænda var hann í 20 ár. Hann var heið-
ursfélagi Umf. Dagsbrúnar. Af mörgu sem ótalið er skal loks nefnt að
hann var formaður sóknarnefndar Krosskirkju í 52 ár.
Af þeim stóru framfaramálum, sem Erlendur beitti sér fyrir má nefna
framræslu og þurrkun lands, sem náði yfir mikinn hluta sveitarinnar og
var undirstaða ræktunar og uppbyggingar. Þá var lagning vatnsveitukerf-
is um alla sveitina mikið átak og þarft. Á síðari starfsárum Erlender og
til æviloka beitti hann sér mjög að því að hemja sandfokið á Landeyjas-
andi og hefja þar uppgræðslu lands í samvinnu við Landgræðslu Islands.
Erlendur var mjög kappsfullur og viljasterkur, en um leið viðkvæmur
tilfinningamaður, sem tókst vel að leiða menn til samstöðu og sameigin-
legra átaka að þörfum málum og heildinni til heilla.
188
Goðasteinn