Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 28
kennara. í þeim hópi voru Guðmundur Jónsson frá Torfalæk, síðar
skólastjóri, ÞórirGuðmundsson, mikilhæfur kennari, Hjörtur Jónsson,
íþróttakennari, og ýmsir fleiri sem minna komu við sögu. Er margs að
minnast frá dvölinni á Hvanneyri og ekkert vafamál að þangað sóttu
ungir menn bæði menntun og menningu.
A Sámsstöðunr starfaði ég samfellt að kalla til 1952, er ég fluttist með
fjölskyldu minni á nýbýli okkar Hlíðarból, sem reist var á hluta úr jörð-
inni á Kirkjulæk. Ég kvæntist árið 1943 Ragnhildi, dóttur hjónanna Sig-
urðar Högnasonar og Þorgerðar Erlingsdóttur, sem bjuggu alla sína
búskapartíð í Sólheimakoti í Mýrdal. Við Ragnhildur höfðum heimili
okkar fyrst á Sámsstöðum og þar fæddust tvær eldri dætur okkar, þær
Ragnhildur Guðrún og Sigrún Gerður, en þær yngri, Ragnheiður og
Geirþrúður Fanney, fæddust á Hlíðarbóli. Það gekk fljótt og vel að koma
nýbýlinu upp, því að við byrjuðunr að byggja húsið í ágúst 1952 og flutt-
um síðan inn í það fyrir jól. Þarna bjuggum við síðan samfleytt í 19 ár
og vegnaði vel. Vorum við með bæði kýr og fé og auk þess með svín um
skeið. En í áranna rás fór ég að ftnna fyrir heymæði og dró það nokkuð
úr áhuga mínum og umsvifum við búskapinn, enda lentu þá bústörfin
mjög á konu minni og dætrum. Seinni árin mín á Hlíðarbóli fór ég líka
að stunda skólaakstur meðfram búskap. Til þeirrar atvinnu þurfti að hafa
tiltekin starfsréttindi og af þeim sökum dreif ég mig á námskeið og tók
meirapróf fyrir bílstjóra árið 1965. Við vorum mörg á þessu námskeiði
og ég hygg að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem það var haldið í Rangár-
þingi. Þá kom það líka til að í kringum 1970 stóðu yfir miklar virkjana-
framkvæmdir á Þjórsár og Tungnársvæðinu. Ég fékk þar brátt vinnu og
byrjaði þar vorið 1971. Þá hættum við búskapnum, seldum skepnurnar
og fluttumst á Selfoss. Það ýtti nokkuð undir okkur með að breyta til,
að dætur okkar vildu gjarna afla sér meiri menntunar í tónlist og fleira
heldur en völ var á austur í Fljótshlíð. Jörðina höfðum við leigt af Páli,
bróður mínum, öll árin meðan hann lifði, en hann féll frá 1968. Ekkja
Páls, Helga Metúsalemsdóttir, og börn þeirra leigðu okkur áfram þar
til við hættum og keyptu síðan af okkur allar byggingar og ræktun á
Hlíðarbóli, þegar við fórum.
Vitaskuld var það með nokkurri eftirsjá sem við hurfum úr Fljótshlíð,
en á Selfossi hefur okkur vel vegnað. Dætur okkar, sem fyrir löngu eru
horfnar að heiman og hafa stofnað sínar fjölskyldur, hafa lært það sem
26
Goðasteinn