Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 152
✓
Björn Oskar Lárusson
Fitjarmýri
Björn fæddist 29. okt. 1906, sonur Lárusar Bjarnarsonar, þá bónda í
Markaskarði í Hvolhreppi, og konu hans Sigríðar Bergsteinsdóttur,
fjórði í röð sex systkina. Fjölskyldan flutti á æskuheimili Sigríðar og
Lárusar árið 1911. Björn ólst upp við venjubundin bústörf og þótti
snemma laghentur og með góðar forsagnir þess hvernig standa skyldi
að verki. Upp úr fermingaraldri fór hann á vertíðir til Vestmannaeyja
en innan við tvítugt ákvað hann að fara til Reykjavíkur til náms í tré-
smíði. Því lauk hann 1926. Til prófs smíðaði hann þyngsta úrlausnarefni
skólans, smíði hringstiga úr tré, þar sem hann þurfti sjálfur að reikna
út form og stærðir. Þessu lauk hann með lofi. Heima í sveit beið hans
svo það verkefni að byggja íbúðarhús fyrir foreldra sína og margt hand-
takið átti hann þá og við byggingu félagsheimilisins Heimaland.
Arið 1935 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Guðmunds-
dóttur. Ari síðar fæddist dóttir þeirra, Sigríður. Þau hjónin fluttu svo að
Fitjarmýri árið 1940 og tóku þar við búskap. Þar biðu nóg verkefni.
Byrjað var á því að byggja steinsteypt fjós á kjallara, sem þá var óþekkt
í sveitinni. Lögð var nótt við dag í störfum. Nágranni spurði Björn
hvenær hann svæfi. Björn brosti við og svaraði: ,,Ég svaf nóg í vetur.”
Hagleikur hans kom mörgum að liði. Við ófá hús annaðist hann um
járnabindingar og uppslátt móta. I upplagi var hann nærfærinn dýra-
læknir og varð þar mörgum að liði. Samúð hans var rík með öllum sem
voru minnimáttar.
Arið 1943 fæddist Baldur á Fitjarmýri og varð kærkominn sonur
Björns og Kristínar, en þau höfðu áður misst tvo nýfædda drengi. Árin
liðu hjá við bústörf, ræktun og nýbyggingar, þar af íbúðarhús 1968, fyrst
einnar hæðar án riss. Sumir furðuðu sig á stíl þess. Um það hafði Björn
engin orð, brosti er um var rætt, enda kom á daginn að stefnt var á tvær
hæðir. Björn varð fyrir brunaslysi 1983 og var vart hugað líf. Otrúlega
fljótt náði hann heilsu og hélt áfram smíði. Stigann upp á efri hæðina
150
Goðasteinn