Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 38
veiðar bara aukabúgrein. Kennslubækur úreldast stundum fljótt. Um
Rangárvallasýslu voru fimm línur í landafræði minni. Eg lærði Islands-
sögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu og það var ekki erfitt; svo skemmtileg
þótti mér sagan. þó ekki væru þá hinar ágætu teikningar sem síðar
komu. Nú hafa sumir fræðingar viðrað þá kenningu að Islandssaga
Jónasar sé leiðinleg og segi mest frá karlrembum. Það var og, Islands-
saga Jónasar nær reyndar ekki fram á daga Rauðsokkahreyfingarinnar
sálugu.
í skólanum er skemmtilegt að vera, stendur einhvers staðar. Svo var
í Kanastaðaskóla 1921. Dagarnir liðu árekstrarlítið við nám og leiki.
Skólastofan var rúmgóð og sæmilega björt en köld. Þó minnist ég þess
ekki að okkur hafi liðið illa af kulda. Blekið geymdum við á hillu við
útvegg og kom fyrir að það fraus. Var þá þýtt í vaskafati sem stóð á olíu-
ofni. Kveikt var á þessu ofnkríli þegar kaldast var, en alls staðar varð
að spara steinolíuna í þá daga. Við vorum kannski stundum hálfloppin
að reikna og skrifa. Ég var slakur í reikningi, en kostur við leirspjöldin
að hægt var að þurrka út vitleysurnar og reyna upp á nýtt. Seinna var
farið að reikna á pappír.
Það gefur augaleið að 5 klukkustunda seta á skólabekk hafði í för með
sér nauðsyn þess að geta farið út að pissa. Til þess þurfti kennaraleyfi.
Spurt var: Kennari, má ég skreppa út? Þá er leyft hafði verið veitt var
snarast út undir vegg og jörðin vætt. Kom fyrir að kennara þótti grun-
samlegt hversu oft sumir strákanna þurftu að fá leyfi. Til að mynda þeg-
ar einn var nýfarinn út bað annar um leyft. Þótti útiveran kannski lengri
en þyrfti til að ljúka erindi og sinnt þá öðrum þörfum líkamans en losun
úrgangsefna: að takast á í áflogum. Einu sinni man ég að kennari synjaði
útgönguleyfis - og kom ekki að sök.
Frímínúturnar voru vel þegnar. „Bitafríið” var lengst, um hádegi.
Oftast var nestið flatkaka með sneið af hangiketi á milli, kannski mjólk
á pela, ef þá ekki var mjólkurlaust.
í frímínútum var farið í ýmsa leiki, svo sem blindingsleik, salta-
brauðsleik og skessuleik. Einna skemmtilegastur þótti þó handboltinn,
sem þó í öngvu líktist þeim áflogum sem nú tíðkast í handbolta, þetta
var „slagbolti.” Boltinn sleginn með priki og sá sem sló hljóp sem fætur
toguðu í ,,borg” svo sá sem var ,,útá” næði ekki að kasta í hanneða hana
36
Goðasteinn