Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 230
Til þessa verks naut hann dyggrar aðstoðar systkina sinna, og lágu þang-
að mörg sporin gegnum árin.
Að upplagi var Ófeigur hægur í skapi, en vinum og ættmennum gaf
hann tryggð sína alla. Hann var maður íhugull og öfgalaus, og þeirrar
gerðar að vilja í engu bregðast því er honum var trúað til. Ófeigur hafði
strítt við þann sjúkdóm, er að lokum hafði betur, í mörg ár. Hann lést
aðfaranótt 7. desember 1989.
/
Guðmundur Olafsson
frá Króki, Ásahreppi
Hann var fæddur í Króki 21. des. 1888. Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Magnúsdóttir frá Hnausi í Flóa og Ólafur Gunnlaugsson bóndi
og ferjumaður í Króki. Guðmundur var yngstur fjögurra systkina og
missti móður sína mjög ungur, en ólst upp hjá töður sínum og ráðskonu
hans, Guðrúnu Símonardóttur. Eitt ár í bernsku dvaldi hann að Elliða-
vatni við Reykjavík, það var árið 1896 þegar jarðskjálftarnir miklu
gengu yfir Suðurland.
Ungur sótti Guðmundur sjó bæði frá Þorlákshöfn og Suðurnesjum.
En í Króki við Þjórsá var hans starfsvettvangur. Árið 1915 kvæntist hann
Guðrúnu Gísladóttur frá Arbæjarhelli í Holtum. Saman hófu þau bú-
skap áð Króki, fyrst á móti Ólafi föður Guðmundar en síðan tóku þau
alfarið við búinu. Dvaldi Ólafur hjá þeim til dauðadags. Guðmundur og
Guðrún einguðst 14 börn, þau eru: Guðrún Lovísa f. 1915, Viktoría
Guðrún f. 1916, Guðbjartur Gísli f. 1918. Ólafur f. 1920, Eyrún f. 1921,
Hermann f. 1921, Hermann f. 1922, Kristín f. 1923, Dagbjört f. 1925,
Sigurbjörg f. 1926, Ingólfur f. 1927, Valtýr f. 1928, Ragnheiður f. 1929,
Gísli f. 1930, Sigrún f. 1931.
Guðmundur var ekki stórbóndi á nútíma mælikvarða enda fátækt mik-
il og allar aðstæður erfiðar, en fullyrða má að hann fór mjög vel með
alla gripi sem hann hafði undir höndum. Árið 1935 missti Guðmundur
eiginkonu sína úr illkynja sjúkdómi, var þá aðeins liðin vika frá andláti
228
Godasteinn