Goðasteinn - 01.09.1991, Side 68
fjögurra stunda lestaferð að mig minnir. Er þá komið austur fyrir Köldu-
kvísl, en hún rennur í Tungnaá og skilur Þóristungur og Holtamanna-
afrétt. Við búum okkur undir að flytja yfir ána. Báturinn hvolfir fyrir
ofan byrgið síðan um vorið. Við tökum hann og flytjum allan farangur
yfir og síðan eru hestarnir reknir í ána. Stundum verður að teyma suma
þeirra eftir bátnum, ef þeir eru tregir til að taka í ána eða mjög þungsynd-
ir. Það er hrokasund, sem sagt landa milli, og mjög straumhart um miðja
ána, og því satt að segja ekki undarlegt þó blessaðar skepnurnar séu hik-
andi við að leggja í kolmórautt, beljandi jökulvatnið.
I næsta næturstað er komið aflíðandi miðjum degi, ef vel gengur. Það
er á svo nefndri Mið-Tungu. Þar er stórtgraslendi, sundurskorið af smá-
lækjum. Svæði þetta er á þrjá vegu umkringt háum öldum, en á norð-
vesturkantinn er Kaldakvísl og áðurnefndur Búðarháls í Holtamanna-
afrétti í baksýn. Okkur þykir of fljótt að ganga til náða, því ennþá er
bjartur dagur. Löbbum við því út og njótum kvöldblíðunnar eftir að við
höfum tjaldað og búið allt undir gistinguna.
Mér verður reikað ásamt einum ferðafélaga mínum að dálitlu gili fyrir
austan tjaldstaðinn. Þegar við lítum ofan í gilið, sjáum við skjótast þar
dálítið kvikindi, á stærð við lítinn hund. Það er bara gráskjótt tófa,
ósköp sakleysisleg. Henni verður býsna hverft við, er hún verður okkar
vör, tekur til fótanna og er þar með úr sögunni.
Næsta morgun tökum við okkur upp með birtunni. Hér gistum við
aftur í bakaleiðinni og skiljum því eftir nokkuð af flutningnum, bæði hey
og tvær nestisskrínur, förum aðeins með tvær, borðum tveir og tveir
saman úr hvorri skrínu, sem farið er með, enda er það oft siður, þó allur
flutningur sé með í ferðinni, að hafa þannig félags-mötuneyti. Þennan
dag, sem er þriðji dagur ferðinnar, er farið i innsta næturstað, svonefnd-
an Vatnsbotn. Hann er við norðausturendann á Þórisvatni. Leiðin sem
við förum þennan dag, eftir að komið er yfír Mið-Tunguna er mjög
gróðurlítil, og því lítið um kindastöðvar. Þurfum við því ekki að sinna
neinni smölun þennan dag, fyrr en komið er inn með Þórisvatni og inn
í Vatnsbotn. Um nóttina geymum við það, sem fundist hefur af kindum
í dálitlu grjótbyrgi. Ekki er mikið graslendi þarna, helst dálítið af mel-
grasi eða biöðku og venjulega ekki nema svona 10—20 kindur, sem þar
finnast. Heldur fannst mér leiðinlegt landslag þarna við Vatnsbotninn,
og í dimmu og illviðri hygg ég hann megi teljast reglulega draugalegur.
66
Goðasteinn