Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 10
Birtu: „Hún var alveg náföl, þegar
hún kom rétt áðan, og hún sagðist
ekki vita, hvort hún væri veik eða
ekki.“
„Það er víst bezt, að þú fylgir
h»nni heim, Birta,“ sagði ungfrú
Nord, gjaldkerinn.
Þá heyrði ég karlmannsrödd.
„Ég skal fylgja ungfrú Tranberg
heim. Ég er hvort sem er að fara.
Viljið þér gera svo vel að hringja
í bíl fyrir mig, ungfrú Nielsen."
Það næsta ég man var að ég sat
inni í bifreið. Við hliðina á mér sat
Otto Barholt. Hann leit á mig ein-
kennilega raunalegum augum, en þó
eins og meðaumkandi. Þá stóðst ég
ekki lengur mátið. Ég tók að orga
svo hátt, að mér fannst bifreiðin
ganga í skrykkjum við það.
Hann tók hönd mína og strauk
hana blíðlega.
„Svona, svona,“ sagði hann hug-
hreystandi. „Ég skil það mætavel,
að þér takið þetta nærri yður, en
verið alveg vissar, þetta lagast allt
saman.“
Ég hristi höfuðið ákaft.
„Ég hef nú líka þó nokkrar á-
stæður til þess að hafa áhyggjur. Ég
var nefnilega að missa atvinnuna.
En það er nú raunar allt í lagi, því
að frændi minn bauð mér nýlega
stöðu hjá fyrirtækinu sínu.“
„En ungfrú Gusting“, snökti ég.
„Finnst yður ekki leiðinlegt, að..“
„Ja, svei,“ sagði hann hæðnis-
lega. „Nei, ég er sannast sagt dauð-
feginn því að vera laus við hana.“
„Er þetta — er þetta satt?“ stam-
aði ég.
„Svona, svona, ekki gráta, ungfrú
Lísa. Viljið þér nú ekki heldur trúa
mér fyrir því, *sem amar að yður?
Það hjálpar stundum.“
Ég leit tortryggnislega á hann.
„Ég veit ekki, hvort ég þori það.“
„Þori? Ekki bít ég yður.“
Og þá var það, að játningin
streymdi fram. Ég leyndi hann
engu. Ástandið gat ekki versnað úr
þessu. Ég starði á gólfið, þegar frá-
sögninni lauk.
Það var löng þögn.
„Lísa,“ sagði hann loksins.
„Já,“ hvíslaði ég.
„Það varst ekki þú, sem gerðir
mistökin. Það var ég. Ég skil ekki,
hvernig ég gat verið svona blindur.
Skilurðu þá ekki, að það varst þú,
sem ég elskaði?“
Hvorugt okkar hafði tekið eftir
því, þegar bifreiðin nam staðar.
„Þá erum við komin,“ sagði bíl-
stjórinn, og ég sá í speglinum ein-
kennilegt bros leika um varir hans.
Otto stökk á fætur og opnaði
hurðina. Inni í stigaganginum dró
hartn mig að sér og kyssti mig —
einn koss — tvo kossa. Og það
verður nú framtíðaratvinna mín að
svara þeim öllum upp til hópa — í
staðinn fyrir þessum andstyggilegu
bréfum.
8
Stjörnur