Stjörnur - 01.07.1953, Qupperneq 12
STJÖRNUNÓTT
Lag: Þórður G. Halldórsson.
Ljóð: Loftur GuSmundsson.
Er báran við sævarströnd blundar
á bjartri stjörnunótt,
og máninn úr húmsölum horfir
í hafdjúpið, kyrrt og rótt,
Þá man ég það yndi, er við áttum
úti við sundin blá,
og orð, sem að aldan og biærinn
ein kunna að greina mér frá.
Þau syngja ekki neinum
þann söng, nema'mér, —
um unað þann, er ég
átti með þér.
Er saman við horfðum
á hafdjúpið rótt,
og leiddumst um sandinn
á lognværri nótt.
Og geislarnir glitruðu á sundum,
og glóð þeirra i augum þér skein.
Við orðum og atlotum bundum
þau ástljúfu heit, sem að nóttin man ein.
Er stjörnurnar stara
í hafdjúpin hljóð,
þær lýsa mér einum
leið á minningaslöð.
★
VOEIINNING
Lag: Guðmundur Karlsson.
Ljóð: Kjartan Ólafsson.
Ástin min ein,
ungur man ég gömul kynni
hugljúf og hrein.
Hjartað söng í návist þinni.
Ástin mín ein
þann yndisdraum ég ber í minni.
Sumarsins söngglöðu þrestir
sungu þar á grein.
Hve sælt er að unna og sólskinið þrá
söngvana þá
sumrinu írá,
og augun þín dreyma svo brosmild og blá
í blænum vaka þér hjá.
Ungur ég er.
öll mín þrá við hafið bundin,
en bátinn minn ber
báran heim til þín um sundin,
mætir þar mér
minningin um vorblíða lundinn.
Hjá blómum, sem æska mín unni,
ást mína gaf ég þér.
★
HITTUMST HEIL
Lag: Ágúst Pétursson.
Ljóð: Kristján Einarsson írá Djúpalæk.
Er einmana geng ég á ókunnum stað
er einasta gleðin að hugsa um það,
hve þá verður sælt, er til þín liggja spor
og þar verður fagnað af tveim.
Að liðinni nótt, yfir land rennur sól;
þá lifnar það allt, sem í frostinu kól.
Og ást mín og þrá eru vermandi vor, —
og, vinur, þær bera mig heim.
★
N Ó T T
Lag: Árni Isieifsson.
Ljóð: Jón Sigurðsson.
I nótt glitra hin gullroðnu ský
svífandi suðrinu í,
svalar nætur.
1 nött læðumst við léttfætt um stíg,
ljósálfar hjala við þig,
ijósar nætur.
Og lækjar ijúfur niður
hann leikur fyrir þig.
I nótt eigum við tvö eina s&l.
Ástin þá hjartnanna mál
óma lætur.
★
SELJA LITLA
Lag: Jón Jónsson frá Hvanná.
Ljóð: Guðmundur Ingi Kristjánsson.
Selja litla fæddist fyrir vestan,
frjáls og hraust í túni lék hún sér,
hlaut, við nám og erfðir, allra beztan
yndisleik, sem telpum gefinn er.
Svo varð hugur hennar stór og dreyminn,
hjartað sló í vængjaléttri þrá
til að fljúga eitthvað út i heiminn,
10
Stjörnur