Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 13
æfintýraborgirnar að sjá.
Þreyjulaus er þráin eins og bára.
Þungabrim er léttur súgur fyrst.
Því fór Selja, sextán ára,
suðurleið í höfuðborgarvist.
Það var margt um lífsins leik og kæti.
léttur hlátur glaðrar stúlku beið.
Það var eins og þessi kviku stræti,
þrungin lífi, gerðu henni seið.
Næsta sumar var um margt að velja.
Vesturförin yzt á haka sat.
Knæpa réði Selju til að selja
setuliöi drykk og léttingsmat.
Þar er hún með brosið bjarta og hýra,
borðin þekur drykk og vistum enn
fyrir hermenn ásta og æfintýra,
ameríska gesti, — Seljumenn.
★
í FAÐMI DALSINS
Lag: Bjarni J. Gíslason.
Ljóð: Guðmundur Þórðarson.
Fögur voru fjöllin hér,
frammi í dalnum léku sér
marga æsku-unaðsstund
yngissveinn og fögur sprund
Hlupu frjáls um holt og mó,
höfðu í blómalautu skjól,
bundu kransa, brostu eins og
blóm við sól.
Bjartir lokkar léku í
ljósi sólar dægrin löng.
Þá var ástin ljóðrænt lag og
lífið söng.
Fegurð enn á fjöllum býr,
— faðmur dalsins grænn og hlýr.
Sveinar enn þar fara á fund við
fögur sprund.
★
VINNUHJÚA-SAMBA
Lag: Svavar Benediktsson.
Ljóð: Kristján Einarsson frá Djúpalæk.
Vinnumann og vinnukonu
vissi ég í sveit.
— Astin getur orðið
svo undarlega heit.
,,SUÐUR UM HÖFIN“
Guðný Pétursdóttir og Haukur Morthens
í revýu „Næturgalans.“
Vinnumaður, vinnukona
vildu ekkert ljótt.
En bilið milli bríka er
í baðstofunni mjótt.
Vinnumaður, vinnukona
voru heldur sein.
Guð þau sá og gladdist við
og gaf þeim lítinn svein.
Vinnumaður, vinnukona
voru í eðli trú.
Hann varð síðar húsbóndi,
og hún varð síðar frú.
Vinnumann og vinnukonu
völdu þau sér fljótt.
Ástin hún er undarleg,
og enn er bilið mjótt.
Stjörnur
11