Stjörnur - 01.07.1953, Page 14
BLIKANDI HAF
Lag og ljóð: Tólfti September.
En hvað það er dásamlegt að dansa hér,
— dansa við þig einmitt þetta lag.
Endurminningarnar streyma móti mér.
— Manstu forðum, — þennan sama dag,
er við stóðum frjáls og glöð á Bláteigs-
brún?
— blikandl hafið seyddi okkar þrá, —
Gáruðu flöt þess léttskreið fleyg með ljós
við hún.
— Lagið okkar beggja fæddist þá.
Dvölin þar var ógleymanleg unaðsstund,
— angan stórra drauma, sagðir þú.
Ljósaskiftin breiddu frið um fjöll og
sund.
Flýtum okkur, — hverfum þangað nú.
Lokum augum, svífum út á Bláteigsbrún,
— blikandi hafið svalar okkar þrá —
Heyrum í fjarska, langt frá strönd, —•
um laut og tún,
lagið okkar beggja hljóma Þá.
★
E Gi MÆTTI ÞÉB
Lag: Ágúst Pétursson.
Ljóð: Kristján Einarsson frá Djúpalæk.
Ég mætti þér á mildu sumarkvöldi.
ó, manstu, hversu dásamlegt það var,
er særlnn skein I sólarlagsins eldi
og sviflétt ský um himinhvolfið bar?
Um grænan skóg þú leiddir mig að lundi
og ljóð mín, döpur, vöktu hlátur þinn.
Ég roðnaði, ég stamaði, ég stundi;
þá straukstu hvítri hönd um vanga minn.
i
I
En ég var bara átján ára drengur
og örlögþræði dís í hljóði spann.
Og þá var brjóst mitt þaninn, grannur
strengur,
og þú varst fiðlarinn, sem lék á hann.
Já, feiminn var ég fyrst, svo hvarf mér
óttlnn.
Þín fegurð I mér kveikti svo ég brann.
Þú kysstir mig, ég kyssti þig, og nóttin
í kyrrð og friði leið, unz dagur rann.
LINDIN HVlSLAB
Lag: Þórður G. Halldórsson.
Ljóð: Loftur Guðmundsson.
Nú andar bliður blær
og blikar döggin skær
um ljósan bjarkarlund,
leiftrar um smáragrund.
En lindin hvíslar hljótt:
„Þín heitmey kemur skjótt."
Við bjarkarlund, er bládögg skin,
þar bíð ég þin ástin min.
ÍG MINNIST HANS
Lag: Magnús Sigurðsson.
Ljóð: Jón Einarsson.
Um vorkvöld seint með sjávarhömrum
gekk ég
þá sólarlagsins roða á hafið sló
og minninganna mynd i huga fékk ég,
sú mynd mér bæði gleði og trega bjö.
Ég minnist hans á sælum sumarkvöldum
þá sækir að mér glæstur draumaher.
Hann hvarf mér burt með hafsins breiðu
öldum
nú helzt við fjöruborðið uni ég mér.
En þar til að Þú kemur, kæri vinur
þá kveð ég sjávarhömrum ljóðin mín,
og þar sem ávalt heyrist hafsins niður
ég hugsa flest og mest — og bezt til þín.
V ö K II D R A l! M U B
Lag og ijóð: Jenni Jónsson.
Ljúft er að láta sig dreyma
liðna sælutið.
Sólríku sveitina kæru,
svipmikla birkihlíð.
Fjarlægu fjöllin bláu,
frjósama blómskreytta grund,
baðandi í geislagliti
glaðværa morgunstund.
Við lékum heima saman að legg og skel,
Ijúft var vor og bjart um fjöll og dal.
Ég man, hvað við i æsku þar undum vel,
við óm i bröttum fossi i hamrasal.
Og þú, sem varst svo barnslega blið og
góð.
Bernzkuárum gleymi ég aldrei þeim.
Þvi sendi ég nú, vina mín, mitt litla ljóð,
ljósvakans á öldum til þin heim.
12
Stjörnur