Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 19
í heild hafa tekið stórkostlegum breyt-
ingum til prýðis og hagsbóta íbúum sín-
um. Sjálfur hef ég átt heima í öllum
bæjarhlutum borgarinnar í lengri eða
skemmri tíma með nýjum og gömlum
götuheitum með misháum húsnúmerum,
og nú hef ég átt heima í vesturhlutanum
síðustu 10 árin og kann ég ekki síður við
mig í honum.
Það tekur mig stutta leið að fara á
Iþróttavöllinn og horfa þar á knatt-
spyrnu og ýmsar aðrar íþróttir, skoða
Þjóðminjasafnið, gefa tjarnarfuglunum
brauðbita á sunnudögum, og oft liggur
leið mín um kirkjugarðinn og les ég þá
oft nöfn þeirra, sem þar hvíla undir mis-
jafnlega gerðum og fallegum legsteinum
undir grænum, tignarlegum trjám og
angandi blómum allt i kring.
Eitt er þó það, sem prýðir bæjarhlut-
ana okkar óefað mest, svo langt sem
það nær frá austri til vesturs, en það
er hreinleikinn sem borgin hefur tekið
á sig, þegar hún hætti að skorsteins-
reykja á fastandi maga og langt fram á
nætur allt árlð í kring, fyrir fáum árum
síðan. Reykjarsvælan var oft svo mikil
og dökk, að oft hélt ég að kviknað værl
I sums staðar, og þegar maður fór 1
ljósu sparifötunum sínum um borgina,
þá voru þau á svipstundu líkust því sem
maður hefði verið í kolavinnu eða heilsað
upp á hegrann við höfnina, og kvenþjóð-
in var alltaf á nálum um hvítu hattana
sína og ljósu kjólana, því að kolamökk-
urinn vildi ekki síður kynna sig fyrir
þeim, þó þær hryggbrytu hann og fyrir-
litu. Þá held ég að heilbrigðiseftirlits-
mennirnir og læknastéttin hafi ekki grát-
ið reykjarmökkinn, þegar hann kvaddi
eftir svo fjörgamlan aldur. Slæmt heilsu-
far og hverskonar vanlíðan var honum
eignað, og á það kannski eftir að sann-
reynast betur eftir því sem lengra líður
frá andláti hans.
Nú skulum við, lesandi góður, taka
annað umtaisefni á dagskrá, og ég ætla
að minnast hér nokkrum orðum á stræt-
isvagnana, því þú hefur óefað fengið þér
far með þeim og það kannski oftar en
einu sinni á dag.
£>ó að borgin okkar geti ekki kallazt
stór á við aðrar borgir út í heimi, gæt-
um við núna illmögulega verið án stræt-
isvagnanna, þegar við þurfum að flýta
för okkar og heimsækja kunningjana, sem
búa langt frá þeim stað sem við búum,
í sitt hvorum endum bæjarins. Með því
að nota þessi þægilegu farartæki, spör-
— Viltu hætta strax að teikna á ísinn,
strákur.
um við okkur bæði tima og skóslit, losn-
um við allan mæðiveikisblástur og úr-
hellisrigningu, ef veðrið er þannig. Og
sé nokkuð til, sem getur kennt mönnum
stundvísi, þá standa strætisvagnarnir
þar framarlega sem kennarar á því sviði.
Sjálfur verð ég núna að ná í hraðferð-
ina, sem bíður ekki eftir mér frekar en
öðrum, því ég ætla að skella mér á Aust-
urbæjarbíó í kvöld og sjá þar afarspenn-
andi mynd, svo ég verð aö kveðja þig í
skyndi með þökk fyrir samverustundina,
og vonast ég til, að við lifum það báðir
af að hittast í næsta STJÖRNU-hefti
aftur, og skal ég þá segja þér frá því,
hvort bíóauglýsingin hefur gabbað mig.
Stjörnur
17