Stjörnur - 01.07.1953, Qupperneq 20

Stjörnur - 01.07.1953, Qupperneq 20
Við skulum byrja þennan þátt á því að líta á þær myndir, sem við fáum að sjá á næstunni í þrem kvikmyndahúsum borgarinnar. STJÖRNUBÍÓ kynnir fyrir okkur ævi Rudoiph Valentino. Nafnið eitt íelur í sér hugljúfan töfraljóma i augum þeirra lcvikmyndahúsgesta, sem sáu sjálfir þennan konung elskhuganna. Og yngra fólki leikur áreiðanlega hugur á að kynnast æfintýra-ævi þessa fjölhæfa lista- manns, þótt hann sé hér leikinn af áður óþekktum leikara. Efnið er þetta: Dansarinn Rndolph Valentino (Ant- Rudolph Valentino og Aliee Terry. hony Dexter) hittir kvikmyndastjörnuna Joan Carlisle (Eleanor Parker) um borð í skipi frá ftalíu til Ameriku. Févana í New York kynnist hann þjóninum Lnigi (Joseph Caileia). Leiðir þeirra Valentino og Joan liggja aftur saman, og kvik- myndaframleiðandinn William King (Ric- hard Carlson) verður hrifinn af hæfileik- um Valentino. Valentino kemst einnig í kynni við leikkonuna Uila Reyes (Patricia Medina). Leiðir hans liggja nú til Holly- wood, þar sem hann nær mikilli frægð þegar í stað. Joan gerir sér ljóst, að hjá Valentino finnur hún ekki öryggi, og gift- ist King. En niðurbæld ást þeirra brýst út, er þau leika saman í kvikmynd. Blaðamaður kemur þeim að ávörum á leynilegu stefnumóti. Valentino slær hann niður, en fer síðan til New York og ætl- ar að kvænast Lilu til þess að bjarga heiðri Joan. En áður en af því verður, deyr hann sakir ofreynslu af völdum sjúkdóms og átakanna i slagsmálunum. i Einkennileg er þessi kvikmyndafrægð. Sumir leikarar eru mestan hluta ævinnar að ,,afla sér nafns,“ aðrir verða frægir á svipstundu. Þannig var með Judy Holli- day, sem hlaut Oscar-verðlaunin 1951, fyrir leik sinn i myndinni „Fædd í gær,“ Þótt Judy væri óþekkt sem kvikmynda- leikkona, hafði hún leikið ljóshærða stelpukjánann, sem við fáum vonandi bráðlega að sjá, hvorki meira né minna en 1643 sinnum í leilchúsi i New York. 18 SrjÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.