Stjörnur - 01.07.1953, Side 23

Stjörnur - 01.07.1953, Side 23
1 AUSTUKBÆJABBÍó verður sýnd á næstunni hin afar spennandi mynd, Odette, gerð eftir sögunni, sem nú er framhaldssaga í Vikunni og fjallar um atburði, er hentu brezku stúlkuna Odetto á styrjaldarárunum, er hún starfaði í leyniþjónustu Breta á meginlandinu. Efni myndarinnar er óþarfi að rekja, svo mo,rgum er það kunnugt af hinum viðburðaríku frásögnum, og ensku leik- ararnir Anna Neagle, Trevor Howard, Marius Goring og Peter Ustinov ættu að vera manni trygging fyrir því, að aðal- hlutverkin séu í góðum höndum. John Vayne og Maureen O’IIara. Þögli maðurinn, eitt af meistaraverkum leikstjórans John Ford, er önnur mynd- in, sem bráðlega verður sýnd í Austur- bæjarbíói. Myndin er tekin .af Republic Pictures og gerist í Irlandi. Ameríski hnefaleikakappinn, Sean Thorn- ton (John Wayne) kemur heim til Ir- lands, til þess að eiga rólega daga, en lendir brátt í erjum við ,,Rauða“ Villa Danaher (Victor McLaglen) og verður ástfanginn í systur hans, Mary Kate (Maureen O’Hara), svo að búizt er við tíðindum. Þau giftast án þess að til á- rekstra komi, fyrir atbeina sóknarprests- ins (Ward Bond) og Michaeleen nokkurs Flynn (Barry Fitzgerald). Danaher neit- ar að borga heimamund með henni, Sean vill ekki berjast, og loks hleypur Mary Hin árlega, franska Kermesse aux Etoiles (Stjörnu-hátíð) var hátíðlega hald- in nýlega. Auriol Frakklandsforseti sæmdi þar nokkra leikara bronz-styttu, og voru þ.á.m. Gregory Peck og Cary Cooper. Þeg- ar sá atburður var tilkynntur, upphóf Cooper gífurleg fagnaðarlæti. Leikkon- unni Gisele Pascal sem sat hið næsta hon- um, tókst með nokkrum erfiðismunum að þagga niður í honum, og furðu lostn- um fjöldanum gaf hún þessa skýringu: ,,Hann skilur ekki eitt einasta orð í frönsku. “ (TIME). frá honum, en þá er líka mælirinn full- ur. Verður nú ofsafenginn bardagi milli þeirra máganna, sem lýkur á þann hátt, að báðir liggja á vígvellinum, örmagna af þreytu en ósigraðir, fullir virðingar hvor fyrir öðrum, og er þá ekki að sök- um að spyrja, að friður og sátt færist yfir heimili þeirra Mary og Sean. Þriðja myndin, sem bráðlega verður sýnd í Austurbæjarbíó kemur frá Norð- urlöndum, nánast sænsk, með aðstoð Ulrik Neumann og Svend Asmussen. nokkurra skemmtikrafta frá öðrum lönd- um. Efni myndarinnar er ekki svo ýkja mikið, að því er vér bezt vitum, en hvaða máli skiftir það, þegar Alice Babs Nilsson og Delta Rythm Boys, syngja fyrir okk- ur, hljómsveit Svend Asmussen leikur með, ,og Stig Járrel leikur aðalhlutverk- ið? Nei, eitt er víst, það verður glatt á hjalla! Stjörnur 21

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.