Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 24
Þessar myndir voru bezt sóttar í Am-
eríku í maí-mánuði.
1. Vaxmyndasafnið, þriöju-víddar-mynd,
tekin af Warner Bros. Aðalhlutverkið
leikur Vincent Price.
2. Moulin Rouge, tekin af United Art-
isto. José Ferrer leikur aðalhlutverkið,
málarann Toulouse-Lautrec.'
3. Salóme, frá Columbia. Rita Hay-
wortli leikur aðalhlutverkið. Auk hennar
leika Stewart Granger, Judith Anderson
og Charles Faughton.
4. sætið skipar mynd, er nefnist: „Þetta
er Cineranna."
5. Maður í dimmunni, þriðju víddar
mynd, tekin af Columbia. Aðalhlutverk-
in leika Edmond O’Brien og Audrey
Totter.
En auk þess eru um þessar mundir
sýnt margt ágætra mynda og skulum við
nú ganga á röðina og rabba um hverja
fyrir sig.
Erfðasyndirnar sjö er frönsk, og fjall-
ar um þessa verstu galla mannsálarinn-
ar. 1 myndinni sjáum við meðal fjölda
annara ágætra leikara, Francois Rosay og
Michéle Morgan, og Roberto Rosselini
hefur annazt leikstjórn eins þáttarins.
Shane er frá Para-
mount, og leikur Al-
an Eadd er talinn
með ágætum. — 1
myndinni leika einn-
ig Van Heflin og
Jean Arthur.
Furðuleg blekking
heitir ítölsk mynd,
sem vakið hefur
mikla eftirtekt, sér-
staklega fyrir leik-
leikstjórnina, sem Curzio Malaparte hefur
annazt. Aðalhlutverkið er í höndum Raf
Vallone.
Volcano er einnig ítölsk og þykir bera
allsterkan keim af Stromboli, en talin
betri að flestu leyti. Anna Magnani leikur
aðalhlutverkið.
Anna Magnani leikur einnig aðalhlut-
* VINCENT PRICE *
Það hafa verið örlög Vincent
Price að fara alla ævi, sem nú eru
liðin 42 ár af, með hlutverk þrjóts-
ins — vegna glæsimennsku hans og
menntunar. Kvikmyndagestum um
heim allan hættir alltaf til að
leggja fæð á námshestinn, þann
betur gefna. Og þessi tilhneiging
virðist meira að segja enn færast í
aukana. 1 Hollywood er heill ara-
grúi af kjálkabreiðum og ennislág-
um vöðvadrumbum til þess að leika
hetjurnar. Þrjóturinn verður hins
vegar að vera „evrópskur“ og
„spilltur“. Vincent Price á góða
daga fyrir höndum.
Hann naut ágætrar menntunar,
stundaði nám í Yale, síðan í London
og Núrnberg. I mörg ár var hann
þekktur á Broadway, þar sem hann
meða.1 annars lék prins Albert, en
Helen Hayes lék Viktoríu drottn-
ingu í Viktoria Regina, svo skaut
honum upp í leiðinlegri Hollywood-
mynd „Ungfrú Þjónusta“, en ólánið
yfirgaf hann fljótlega og í „Ósýni-
legi maðurinn snýr aftur“ „sló hann
í gegn“ aðeins vegna raddarinnar.
Hann lalar sérkennilega ensku.
Eftir stríðið hefur hann ekki haft
nokkra stund aflögu. Hann lék hinn
drambsama biskup í „Lyklar himna-
ríkis“, hinn slæga Richelieu í
„Skytturnar“. Hann yfirbugaði hinn
Stjörnur
22