Stjörnur - 01.07.1953, Page 26

Stjörnur - 01.07.1953, Page 26
verkift í ISellissima ásamt lítilli stúlku, Tina Apicella. Liðnir dagar heitir ítölsk mynd, sem tekin er eftir þrem frægum sögum ítalskra rithöfunda frá 19. öld. í þessari mynd leika Vittorio De Sica, Gina Dollo- brigida og Aldo Fabrizi. Klukkan hálf-níu í kvöld er ensk, tek- in af J. A. Bank. 1 myndinni eru tekin til meðferðar þrjú leikrit Noel Coward, The Bed Peppers, með Ted Ray og Kay Walsh, Ways and Means, Nigel Patrick og Valerie Hobson og Furaed Daks með Stanley Holloway. Skæð í vatni heitir ný mynd frá Metro, og er það auðvitað Esther Williams, sundrottningin, sem veldur nafninu. Sér- staka athygli hefur vakið atriði, þar sem hún stígur í draumi dans við teikni- mynda,,figururnar,“ Tom og Jerry, undir vatnsyfirborðinu. Fernando Lamas leikur annað aðalhlutverkið móti Esther. Myndin er frá Metro. Janet Leigh og Toni Curtis Houdini er frá Paramount, og fjallar í aðalatriðum um ævi töframannsins fræga, Harry Houdini. Hjónin Toni Curtis ög Janet Leigli þykja fara mjög skemmti- lega með aðalhlutverkin. Drottningarkrýning, ensk mynd frá krýningarhátíð Elísabetar II. Myndin, sem framleidd er af Rank, hefur hvar- vetna vakið einróma hrifningu. Myndin er nú sýnd í Tjamarbió. Jean Simmons og Stewart Granger Æskuástir Elísabetar, nýleg mynd frá Metro með Jean Simmons, Stewart Grang- er og Charles Laughton í aðalhlutverkun- um, hefur fengið góða dóma. Eyðimerkursöngurinn, byggður á óper- ettu Sigmund Romberg er nú sýndur í 3. útgáfu (áður léku aðalhlutverkin John Boles (1929) og Dennis Morgan (1943)) og nú eru Gordon McBae og Kathryn Gray- son i aðalhlutverkunum. Hinir fimm þúsund fingur Dr. T., skemmtileg ,,fantasía“ frá Columbia. Aðalhlutverkið leikur Hans Conried. Genghis Khan, mynd tekin á Filipps- eyjum af United Artists, Manuel Conde stjórnar myndinni og leikur aðalhlut- verkið. Ofsahræddir! 1 þessari bráðskemmti- legu grín-hrollvekju eru aðalhlutverkin í höndum Dean Martin og Jerry Lewis. Lizabeth Scott kemur einnig við sögu. Julius Caesar er talin bezt-heppnaða kvikmyndaútgáfa, sem gerð hefur verið í Ameríku á Shakespeare-leikriti. Aðal- hlutverkin eru í höndum Marlon Brando (Markús Antoníus) John Gielgud (Cass- ius), James Mason (Brútus) og Louis 24 Stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.