Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 30

Stjörnur - 01.07.1953, Blaðsíða 30
Á ferðalagsárunum segist Rose- mary hafa fundið sárt til þess, að henni skyldi aldrei auðnast að ganga í menntaskóla. Þarna söng hún á hundruðum skóladansleikja, og horfði á hundruð drengja og stúlkna á hennar reki gleyma skólabókunum og líða áhyggjulaus eftir tónunum. Síðan hefur hún komizt að þeirri niðurstöðu, að menntunin, sem hún hefur aflað sér sjálf, hafi líka haft sitt gildi. Hún hefur lært að þekkja menn- ina og veröldina, sem aldrei verður kennt á skólabekk. Hún les allt, sem fyrir kemur, hvort heldur eru skemmtilegir kaflar mannkynssög- unnar eða notkunarreglur á brauð- mylsnupökkum. Komi prentletur á annað borð fyrir auglit Rosemary, þá les hún það. Margan penmginn hefur hún þurft að greiða flugfélög- unum fyrir stóra farangurstösku, sem hún skilur aldrei við sig, og er full af hálflesnum bókum. Mikið er hún samt farin að óska þess, að hún geti haldið kyrru fyr- ir á sama stað, geymt tannburstann sinn í vatnsglasi í eigin íbúð í stað- inn fyrir í töskunni sinni. Hún á í- búð í New York og leigir aðra á Beverley-hæðum. En hún er of mik- ið kaupstaðarbarn til þess að geta kunnað við sig í leiguíbúð. Og nú er hún að svipast um eftir íbúð til kaups, því að kvikmyndasamningur- inn gerir henni kleift að dveljast a.m.k. nokkrar vikur í einu á sama stað. Menn eru jafnvel farnir að tala um möguleikana á því að hún fari að setjast að á eigin heimili, ásamt sínum eiginmanni, en enn sem kom- ið er, vita menn eigi gjörla, hver hann muni verða. Fyrir tveim árum sást hún mikið í fylgd með Dáve Garroway, en upp á síðkastið hefui það verið José Ferrer. Hvar það ást- arævintýri endar, er enn óvissa, því að José er ekki löglega skilinn við fyrri konu sína. En Rosemary er órög við að láta gífurlega hrifningu sína á honum í ljós: „Hann hefur áhuga fyrir svo mörgu .... við eig- um svo margt sameiginlegt .... á hverri mínútu lærir maður eitthvað af honum.“ En, sem sagt, enn ríkir óvissa yfir þessu. Önnur kvikmynd hennar, „Here Come the Girls,“ verður frumsýnd í desember. Þar leikur hún með Bob Hope. Núna leikur hún í „Red Gart- ers.“ í ágúst verður byrjað að vinna að „White Christmas,“ og þar fer Bing Crosby með aðalhlutverkið. Þá mynd verður sannarlega gaman að sjá, því Rosemary hefur oft ver- ið nefnd „Ungfrú Crosbie“, og mun ástæðan aðallega vera sú, að hún syngur og leikur eðlilega eins og Bing. Hún fær hlutverkið í hendur, lærir setningarnar, og „hellir sér út í leikinn“ án minnstu leiðbeiningar frá leikstjóranum. 28 Stjörnur

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.