Stjörnur - 01.07.1953, Page 38

Stjörnur - 01.07.1953, Page 38
Ný afar-spennandi kvikmynda-framhaldssaga 1 kvikmyndinni, sem gerð hefur verið um Þessa sögu, og væntanlega verður sýnd í Austurbæjarbió á vetri komanda, er Chris Hnnter leikin af ANN SHERIDAN, Earry Hannaford af IEW AYRES, Bob Hunter af ZACHARY SCOTT og faula af EVE ARDEN. 1. kaíli. Óp að nœturlagi. i Veðrið er eins dásamlegt og hugsazt getur. Nóttin er hljóð. Blærinn mildur og hlýr. Blómailminn leggur upp úr görðunum. Sumarið er komið til Beverley-hæða. Chris Hunter hefur rétt lokið við að ganga frá bifreiðinni sinni inni í skýlinu, og gengur upp stéttina til myndarlega, stóra hússins, sem þau eiga, hún og maðurinn hennar, byggingarfræðingurinn Bob Hunter. Hún er þreytt, ákaflega þreytt, en samt er hún í ágætis skapi, vegna þess, að á morgun kemur Bob heim, Bob hennar, bezti maðurinn í öllum heiminum, eini maðurinn í öllum heiminum, sem henni þykir vænt um og hefur nokkurn tíma þótt vænt um. Bob hefur einungis^verið að heiman í viku, nei. í heila tíu daga. Chris veit þetta mætavel, því að hún hefur talið dagana, næstum klukkustundirnar frá því hann lagði af stað. Hann hafði í hyggju að selja einhverju verzlunarfélagi einhvern uppdrátt. Hún hefur ekki svo mikið vit á viðskiftahlið málsins. Hinsvegar þekkir hún mætavel húsin, sem hann teiknar. Hún elskar húsin, sem Bob teiknar. Þau eru falleg að sjá að utan og dásamleg að innri byggingu, og svo eru 36 Stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.